Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2016 16:08 Bæta þyrfti innviði hér á landi verði verkefnið að veruleika. vísir/vilhelm Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00
Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15
Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00