Biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi: Segir að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 16:15 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald forstjóri MS biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi þegar hann gaf í skyn að neytendur myndu borga sektargreiðslu sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir helgi. Í tilkynningu frá Ara segir hann að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS: „Umræða um sekt er heldur ekki tímabær þar sem málinu er ekki lokið og fer nú til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. MS gerir sér sterkar vonir um að endanleg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viðurlög fyrir MS. Stjórnendur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í samræmi við lög og reglur. MS hefur enda aldrei sætt niðurstöðu um að hafa brotið samkeppnisreglur, hvorki af hálfu stjórnvalda né dómstóla,“ segir Ari í tilkynningunni. Mikil umræða hefur skapast um stöðu MS á markaði í kjölfar sektar Samkeppniseftirlitsins en í úrskurði þess segir að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti. Hafa fjölmargir neytendur í kjölfarið gripið til þess ráðs að sniðganga vörur MS og versla frekar vörur frá til dæmis Örnu og KÚ. Í tilkynningunni rekur Ari hvernig ákvarðanir um verð á helstu mjólkurvörum í heildsölu og lágmarksverð til bænda eru teknar af opinberri verðlagsnefnd. „Þar á meðal eru verðákvarðanir á öllum hráefnum sem seld eru samkeppnisaðilum MS og öðrum matvælaframleiðendum. Við ákvarðanatöku styðst verðlagsnefnd meðal annars við kostnaðarþróun í rekstri kúabúa og afurðastöðva. MS hefur því ekki nokkra hagsmuni eða getu til að misnota þá stöðu sem félagið er í. Þvert á móti eru það hagsmunir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyrirtækja skili árangri. Skýrsla Hagfræðistofnunar frá síðasta ári og fleiri rannsóknir staðfesta, að sú umgjörð sem mjólkurframleiðsla hefur búið við á undanförnum árum hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni. Sú hagræðing hefur síðan skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, sem nemur milljörðum króna árlega,“ segir í tilkynningu forstjóra MS. Tengdar fréttir FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ari Edwald forstjóri MS biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi þegar hann gaf í skyn að neytendur myndu borga sektargreiðslu sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir helgi. Í tilkynningu frá Ara segir hann að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS: „Umræða um sekt er heldur ekki tímabær þar sem málinu er ekki lokið og fer nú til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. MS gerir sér sterkar vonir um að endanleg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viðurlög fyrir MS. Stjórnendur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í samræmi við lög og reglur. MS hefur enda aldrei sætt niðurstöðu um að hafa brotið samkeppnisreglur, hvorki af hálfu stjórnvalda né dómstóla,“ segir Ari í tilkynningunni. Mikil umræða hefur skapast um stöðu MS á markaði í kjölfar sektar Samkeppniseftirlitsins en í úrskurði þess segir að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti. Hafa fjölmargir neytendur í kjölfarið gripið til þess ráðs að sniðganga vörur MS og versla frekar vörur frá til dæmis Örnu og KÚ. Í tilkynningunni rekur Ari hvernig ákvarðanir um verð á helstu mjólkurvörum í heildsölu og lágmarksverð til bænda eru teknar af opinberri verðlagsnefnd. „Þar á meðal eru verðákvarðanir á öllum hráefnum sem seld eru samkeppnisaðilum MS og öðrum matvælaframleiðendum. Við ákvarðanatöku styðst verðlagsnefnd meðal annars við kostnaðarþróun í rekstri kúabúa og afurðastöðva. MS hefur því ekki nokkra hagsmuni eða getu til að misnota þá stöðu sem félagið er í. Þvert á móti eru það hagsmunir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyrirtækja skili árangri. Skýrsla Hagfræðistofnunar frá síðasta ári og fleiri rannsóknir staðfesta, að sú umgjörð sem mjólkurframleiðsla hefur búið við á undanförnum árum hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni. Sú hagræðing hefur síðan skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, sem nemur milljörðum króna árlega,“ segir í tilkynningu forstjóra MS.
Tengdar fréttir FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47