Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Ingvar Haraldsson skrifar 13. júlí 2016 05:00 Laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækka um tugi prósenta eftir nýja úrskurði kjararáðs. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní. Mest hækka laun Hjartar Braga Sverrissonar, formanns kærunefndar útlendingamála eða um 48 prósent að meðtalinni hinni almennu launahækkun. Laun Hjartar hækka einnig afturvirkt frá 1. desember 2014, þegar nefndin tók til starfa. Aðrar launahækkanir eru einnig afturvirkar, ýmist frá árinu 2015 eða ársbyrjun 2016. Laun Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, hækka um 29 prósent. Fara úr 1.042 þúsund krónum á mánuði í 1.340 þúsund krónur frá 1. júlí. Í úrskurði kjararáðs er vitnað í bréf Kristínar til kjararáðs. Þar segir að álag á Útlendingastofnun hafi vaxið gífurlega samhliða fjölgun hælisleitenda og nýjum verkefnum. Áreiti fjölmiðla sé mikið, bæði á kvöldin og um helgar. Starf forstjóra sé því erfitt og mjög íþyngjandi. Fór Kristín því fram á að fá hærri laun. Hækkanirnar nú koma til eftir að forstöðumennirnir sjálfir eða ráðuneyti óskuðu eftir að launin yrðu hækkuð. Laun Birgis Jakobsson landlæknis hækka í 1,6 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra verða sömuleiðis 1,6 milljón. Laun Páls Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, hækkuðu um 35 prósent, úr 989 þúsund krónum í 1.340 þúsund krónur á mánuði. Laun Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu verða jöfn launum Páls, 1,3 milljónir á mánuði. Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækka um tugi prósenta eftir nýja úrskurði kjararáðs. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní. Mest hækka laun Hjartar Braga Sverrissonar, formanns kærunefndar útlendingamála eða um 48 prósent að meðtalinni hinni almennu launahækkun. Laun Hjartar hækka einnig afturvirkt frá 1. desember 2014, þegar nefndin tók til starfa. Aðrar launahækkanir eru einnig afturvirkar, ýmist frá árinu 2015 eða ársbyrjun 2016. Laun Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, hækka um 29 prósent. Fara úr 1.042 þúsund krónum á mánuði í 1.340 þúsund krónur frá 1. júlí. Í úrskurði kjararáðs er vitnað í bréf Kristínar til kjararáðs. Þar segir að álag á Útlendingastofnun hafi vaxið gífurlega samhliða fjölgun hælisleitenda og nýjum verkefnum. Áreiti fjölmiðla sé mikið, bæði á kvöldin og um helgar. Starf forstjóra sé því erfitt og mjög íþyngjandi. Fór Kristín því fram á að fá hærri laun. Hækkanirnar nú koma til eftir að forstöðumennirnir sjálfir eða ráðuneyti óskuðu eftir að launin yrðu hækkuð. Laun Birgis Jakobsson landlæknis hækka í 1,6 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra verða sömuleiðis 1,6 milljón. Laun Páls Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, hækkuðu um 35 prósent, úr 989 þúsund krónum í 1.340 þúsund krónur á mánuði. Laun Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu verða jöfn launum Páls, 1,3 milljónir á mánuði.
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira