Viðskipti innlent

Meðal tíu bestu í heimi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir eru stofnendur Reykjavík Letterpress.
Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir eru stofnendur Reykjavík Letterpress. Mynd/Reykjavík Letterpress
Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letter­press hefur verið valið af virta tímaritinu Print Magazine sem ein af tíu bestu Letterpress-prentstofum í heiminum. Fyrirtækið skipar annað sætið á listanum, á eftir Sweet Letter­press & Design Studio í Boulder í Coloradofylki í Bandaríkjunum.

Letterpress er aldagömul prentaðferð með nútímatvisti. Grafísku hönnuðirnir Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir stofnuðu hönnunarstofuna árið 2010. Þær framleiða meðal annars nafnspjöld, merkimiða, stílabækur og glasamottur. Auk þess hanna þær og framleiða eigin vörulínu þar sem áhersla er lögð á gleði og leik í texta og grafík.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Metfjöldi Íslendinga að vinna fyrir IKEA

Átta Íslendingar vinna að hönnunarverkefnum fyrir IKEA fyrir jól 2017 og er ein hönnunarstofa komin á samning hjá fyrirtækinu. Annar eigandi Reykjavík Letterpress segir sérstaklega lærdómsríkt að vinna fyrir stórfyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×