Mat Samkeppniseftirlitsins að afhending gagnanna brjóti gegn lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júlí 2016 14:17 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/pjetur Afhendi Isavia Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar- og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gæti það þýtt að bæði fyrirtæki myndu brjóta gegn samkeppnislögum eða í það minnsta raska samkeppni. Þetta kemur fram í bréfi frá lögmanni Samkeppniseftirlitsins til Kaffitárs. Í síðasta mánuði staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar-og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Málið snýst um veitingarými í flugstöðinni en Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í slíkt rými. Isavia ákvað hins vegar að taka tilboðum Joe and the Juice og Segafredo. Kaffitár hefur krafist þess að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir þeirri niðurstöðu en Isavia ekki viljað afhenda gögnin.Sjá einnig:Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Í yfirlýsingu frá Isavia segir að í forvalinu hafi verið óskað eftir mjög ítarlegum viðskiptagögnum. Fyrirtækið hét fullum trúnaði í ljósi þess hve ítarleg gögnin voru. Að mati Isavia og Samkeppniseftirlitsins er þar um að ræða samkeppnislega viðkvæm gögn sem óheimilt er að afhenda þriðja aðila. „Ljóst er að þessar upplýsingar innihalda m.a. nákvæmar viðskipta- og markaðsáætlanir, upplýsingar um verð og ítarlegar greiningar á kostnaði og framlegð þeirra aðila sem þátt tóku í útboði Isavia og voru þar með keppinautar Kaffitárs um verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meðal umræddra aðila er jafnframt keppinautur Kaffitárs á veitingamarkaði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð sinn fór Kaffitár fram á það að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er svipað upp á teningnum nú. Tengdar fréttir Isavia fær ekki flýtimeðferð í málinu gegn Kaffitár Kaffitár fékk ekki leigurými og bað því um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og um að fá upplýsingar um aðra umsækjendur. 17. september 2015 17:14 Héraðsdómur úrskurðar að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar-og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 15. júní 2016 11:57 ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Afhendi Isavia Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar- og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gæti það þýtt að bæði fyrirtæki myndu brjóta gegn samkeppnislögum eða í það minnsta raska samkeppni. Þetta kemur fram í bréfi frá lögmanni Samkeppniseftirlitsins til Kaffitárs. Í síðasta mánuði staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar-og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Málið snýst um veitingarými í flugstöðinni en Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í slíkt rými. Isavia ákvað hins vegar að taka tilboðum Joe and the Juice og Segafredo. Kaffitár hefur krafist þess að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir þeirri niðurstöðu en Isavia ekki viljað afhenda gögnin.Sjá einnig:Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Í yfirlýsingu frá Isavia segir að í forvalinu hafi verið óskað eftir mjög ítarlegum viðskiptagögnum. Fyrirtækið hét fullum trúnaði í ljósi þess hve ítarleg gögnin voru. Að mati Isavia og Samkeppniseftirlitsins er þar um að ræða samkeppnislega viðkvæm gögn sem óheimilt er að afhenda þriðja aðila. „Ljóst er að þessar upplýsingar innihalda m.a. nákvæmar viðskipta- og markaðsáætlanir, upplýsingar um verð og ítarlegar greiningar á kostnaði og framlegð þeirra aðila sem þátt tóku í útboði Isavia og voru þar með keppinautar Kaffitárs um verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meðal umræddra aðila er jafnframt keppinautur Kaffitárs á veitingamarkaði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð sinn fór Kaffitár fram á það að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er svipað upp á teningnum nú.
Tengdar fréttir Isavia fær ekki flýtimeðferð í málinu gegn Kaffitár Kaffitár fékk ekki leigurými og bað því um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og um að fá upplýsingar um aðra umsækjendur. 17. september 2015 17:14 Héraðsdómur úrskurðar að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar-og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 15. júní 2016 11:57 ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Isavia fær ekki flýtimeðferð í málinu gegn Kaffitár Kaffitár fékk ekki leigurými og bað því um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og um að fá upplýsingar um aðra umsækjendur. 17. september 2015 17:14
Héraðsdómur úrskurðar að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar-og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 15. júní 2016 11:57
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46