Viðskipti innlent

Héraðsdómur úrskurðar að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Isavia skuli afhenda Kaffitári útboðsgögn vegna leigu á verslunar-og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í tilkynningu frá ISAVIA vegna málsins segir að félagið muni áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar enda telur félagið að í gögnunum sé að finna viðkvæmar viðskiptaupplýsingar samkeppnisaðila Kaffitárs og því vilji félagið ekki afhenda þau án dómsúrskurðar.

Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Kaffitár þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur.

Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Kaffitár fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn og hefur héraðsdómur nú staðfest þann úrskurð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×