Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:16 Í snjallsímanum birtist pokemoni í raunheimum. Vísir/Getty Pokemon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, birtist nú í hinum íslensku snjallsímaverslunum. Samkvæmt tilkynningu á opinberri Facebook-síðu leiksins er hann nú fáanlegur í 26 Evrópulöndum til viðbótar við löndin fjögur sem tilkynnt var um í gær. Það voru Ítalía, Spánn, Portúgal og Bretland. Pokemon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn með krókaleiðum og hafa þegar byrjað að safna pókemonum og þjálfa þá. Í dag hefur verið blásið til stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar á Klambratúni. Samkvæmt viðburðinum á Facebook ætla mörg hundruð manns að láta sjá sig með snjallsímana á lofti í veiðiham.Leikurinn ætti að vera fáanlegur bæði í íslenska app store fyrir iPhone og í íslenska playstore fyrir Android.Vísir/Skjáskot af íslenskum snjallsímaverslunumLeikurinn gengur út á að safna pókemon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Pókemon-veiðarnar á Klambratúni hefjast klukkan tvö í dag. Pokemon Go Tengdar fréttir Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Pokemon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, birtist nú í hinum íslensku snjallsímaverslunum. Samkvæmt tilkynningu á opinberri Facebook-síðu leiksins er hann nú fáanlegur í 26 Evrópulöndum til viðbótar við löndin fjögur sem tilkynnt var um í gær. Það voru Ítalía, Spánn, Portúgal og Bretland. Pokemon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn með krókaleiðum og hafa þegar byrjað að safna pókemonum og þjálfa þá. Í dag hefur verið blásið til stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar á Klambratúni. Samkvæmt viðburðinum á Facebook ætla mörg hundruð manns að láta sjá sig með snjallsímana á lofti í veiðiham.Leikurinn ætti að vera fáanlegur bæði í íslenska app store fyrir iPhone og í íslenska playstore fyrir Android.Vísir/Skjáskot af íslenskum snjallsímaverslunumLeikurinn gengur út á að safna pókemon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Pókemon-veiðarnar á Klambratúni hefjast klukkan tvö í dag.
Pokemon Go Tengdar fréttir Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45