Hugmyndin kom uppi á jökli Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Ragnhildur og Júlíus eru hjón sem hefur alltaf dreymt um að stofna fyrirtæki saman. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Við erum í raun og veru að gera fólki kleift að upplifa hraunrennsli í alvörunni,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir sem ásamt manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni stendur að baki Lava Show. Um er að ræða magnaða sýningu þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. „Sýningarsal fullum af fólki gefst kostur á að sjá hraun renna, heyra í því, finna lyktina af því og finna hitann sem stafar af því,“ segir Ragnhildur. Markhópurinn eru ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri náttúru.Ragnhildur bendir á að líkurnar á því að þeir hitti á eldgos hér á landi séu mjög litlar. „Þetta verður ekki bara einhvers konar fræðisýning. Þetta á að vera upplifun. Þetta er hljóð og mynd og söguþráður til að ýta undir þessi hughrif sem fólk verður fyrir.“ Ragnhildur og Júlíus voru saman í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hafa alltaf átt þann draum að stofna fyrirtæki saman. „Við fengum tækifæri til að fara upp að gosinu í Eyjafjallajökli og þá hugsuðum við hvernig væri ef hægt væri að gera öllum kleift að upplifa þetta, þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Ragnhildur. „Við erum ótrúlega ánægð með Startup Reykjavík því þar gefst okkur tækifæri til að hitta ótrúlega margt fólk sem hefur af mikilli reynslu og þekkingu að miðla og mögulega fjárfesta sem hafa áhuga á að koma inn í þetta. Markmiðið í sumar er annars vegar að komast sem lengst með hönnun sýningarinnar og fjármögnun verkefnisins. Við erum að vonast til þess að geta keyrt þetta í gang í lok sumars þannig að við getum byrjað einhvern tímann í vetur eða í vor,“ segir Ragnhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Við erum í raun og veru að gera fólki kleift að upplifa hraunrennsli í alvörunni,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir sem ásamt manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni stendur að baki Lava Show. Um er að ræða magnaða sýningu þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. „Sýningarsal fullum af fólki gefst kostur á að sjá hraun renna, heyra í því, finna lyktina af því og finna hitann sem stafar af því,“ segir Ragnhildur. Markhópurinn eru ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri náttúru.Ragnhildur bendir á að líkurnar á því að þeir hitti á eldgos hér á landi séu mjög litlar. „Þetta verður ekki bara einhvers konar fræðisýning. Þetta á að vera upplifun. Þetta er hljóð og mynd og söguþráður til að ýta undir þessi hughrif sem fólk verður fyrir.“ Ragnhildur og Júlíus voru saman í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hafa alltaf átt þann draum að stofna fyrirtæki saman. „Við fengum tækifæri til að fara upp að gosinu í Eyjafjallajökli og þá hugsuðum við hvernig væri ef hægt væri að gera öllum kleift að upplifa þetta, þá vaknaði þessi hugmynd,“ segir Ragnhildur. „Við erum ótrúlega ánægð með Startup Reykjavík því þar gefst okkur tækifæri til að hitta ótrúlega margt fólk sem hefur af mikilli reynslu og þekkingu að miðla og mögulega fjárfesta sem hafa áhuga á að koma inn í þetta. Markmiðið í sumar er annars vegar að komast sem lengst með hönnun sýningarinnar og fjármögnun verkefnisins. Við erum að vonast til þess að geta keyrt þetta í gang í lok sumars þannig að við getum byrjað einhvern tímann í vetur eða í vor,“ segir Ragnhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira