MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 18:44 Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill. Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill.
Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00
Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05