Vaxtabætur dragast verulega saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Hratt hefur dregið úr greiðslum vaxta- og barnabóta síðustu ár. Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, samkvæmt yfirliti efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Greiddir voru út 7,6 milljarðar króna 2012, en upphæðin hefur síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin nemur um 43 prósentum á fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu stafar lækkunin af því að tekjur heimila hafa aukist og skuldir minnkað.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, segir lækkun vaxtabóta alvarlega þróun. Lækkunin sé meiri en skýrist af minni skuldsetningu heimila. Verið sé að auka tekjutengingu þannig að sífellt minni hópur fái vaxtabæturnar. „Og þegar þú lest ríkisfjármálaáætlunina, sem var lögð fram í vor, þá er mjög erfitt að lesa hver áformin eru, bæði með barnabætur og vaxtabætur, önnur en þau að gera þetta að fátæktarbótum en ekki skattaafslætti fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingibjörg. Þetta sé stefnubreyting þar sem litið sé til ráðlegginga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til þess hvernig Norðurlöndin fara með þessi mál. „Þróunin endurspeglar í rauninni það að ríkisstjórnin er að hverfa frá hinum norrænu velferðarmódelum og rýrir þar með kjör millitekjufólksins.“Í sumar samþykkti Alþingi lög um nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingibjörg segir að þetta sé í raun og veru sama kerfi og var fyrir húsaleigubætur en nýja kerfið nái til breiðari hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi lægstu tekjurnar hækki. En það hefði verið betra og það hafi verið sátt um það við sveitarfélögin að búa til kerfi þar sem húsnæðisstuðningur yrði jafn, óháð því hvort fólk byggi í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði. Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, samkvæmt yfirliti efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Greiddir voru út 7,6 milljarðar króna 2012, en upphæðin hefur síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin nemur um 43 prósentum á fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu stafar lækkunin af því að tekjur heimila hafa aukist og skuldir minnkað.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, segir lækkun vaxtabóta alvarlega þróun. Lækkunin sé meiri en skýrist af minni skuldsetningu heimila. Verið sé að auka tekjutengingu þannig að sífellt minni hópur fái vaxtabæturnar. „Og þegar þú lest ríkisfjármálaáætlunina, sem var lögð fram í vor, þá er mjög erfitt að lesa hver áformin eru, bæði með barnabætur og vaxtabætur, önnur en þau að gera þetta að fátæktarbótum en ekki skattaafslætti fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingibjörg. Þetta sé stefnubreyting þar sem litið sé til ráðlegginga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til þess hvernig Norðurlöndin fara með þessi mál. „Þróunin endurspeglar í rauninni það að ríkisstjórnin er að hverfa frá hinum norrænu velferðarmódelum og rýrir þar með kjör millitekjufólksins.“Í sumar samþykkti Alþingi lög um nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingibjörg segir að þetta sé í raun og veru sama kerfi og var fyrir húsaleigubætur en nýja kerfið nái til breiðari hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi lægstu tekjurnar hækki. En það hefði verið betra og það hafi verið sátt um það við sveitarfélögin að búa til kerfi þar sem húsnæðisstuðningur yrði jafn, óháð því hvort fólk byggi í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði.
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent