Vaxtabætur dragast verulega saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Hratt hefur dregið úr greiðslum vaxta- og barnabóta síðustu ár. Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, samkvæmt yfirliti efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Greiddir voru út 7,6 milljarðar króna 2012, en upphæðin hefur síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin nemur um 43 prósentum á fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu stafar lækkunin af því að tekjur heimila hafa aukist og skuldir minnkað.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, segir lækkun vaxtabóta alvarlega þróun. Lækkunin sé meiri en skýrist af minni skuldsetningu heimila. Verið sé að auka tekjutengingu þannig að sífellt minni hópur fái vaxtabæturnar. „Og þegar þú lest ríkisfjármálaáætlunina, sem var lögð fram í vor, þá er mjög erfitt að lesa hver áformin eru, bæði með barnabætur og vaxtabætur, önnur en þau að gera þetta að fátæktarbótum en ekki skattaafslætti fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingibjörg. Þetta sé stefnubreyting þar sem litið sé til ráðlegginga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til þess hvernig Norðurlöndin fara með þessi mál. „Þróunin endurspeglar í rauninni það að ríkisstjórnin er að hverfa frá hinum norrænu velferðarmódelum og rýrir þar með kjör millitekjufólksins.“Í sumar samþykkti Alþingi lög um nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingibjörg segir að þetta sé í raun og veru sama kerfi og var fyrir húsaleigubætur en nýja kerfið nái til breiðari hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi lægstu tekjurnar hækki. En það hefði verið betra og það hafi verið sátt um það við sveitarfélögin að búa til kerfi þar sem húsnæðisstuðningur yrði jafn, óháð því hvort fólk byggi í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, samkvæmt yfirliti efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Greiddir voru út 7,6 milljarðar króna 2012, en upphæðin hefur síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin nemur um 43 prósentum á fimm árum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu stafar lækkunin af því að tekjur heimila hafa aukist og skuldir minnkað.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaðurSigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, segir lækkun vaxtabóta alvarlega þróun. Lækkunin sé meiri en skýrist af minni skuldsetningu heimila. Verið sé að auka tekjutengingu þannig að sífellt minni hópur fái vaxtabæturnar. „Og þegar þú lest ríkisfjármálaáætlunina, sem var lögð fram í vor, þá er mjög erfitt að lesa hver áformin eru, bæði með barnabætur og vaxtabætur, önnur en þau að gera þetta að fátæktarbótum en ekki skattaafslætti fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingibjörg. Þetta sé stefnubreyting þar sem litið sé til ráðlegginga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til þess hvernig Norðurlöndin fara með þessi mál. „Þróunin endurspeglar í rauninni það að ríkisstjórnin er að hverfa frá hinum norrænu velferðarmódelum og rýrir þar með kjör millitekjufólksins.“Í sumar samþykkti Alþingi lög um nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingibjörg segir að þetta sé í raun og veru sama kerfi og var fyrir húsaleigubætur en nýja kerfið nái til breiðari hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi lægstu tekjurnar hækki. En það hefði verið betra og það hafi verið sátt um það við sveitarfélögin að búa til kerfi þar sem húsnæðisstuðningur yrði jafn, óháð því hvort fólk byggi í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira