Stjórn Strætó hafnar alfarið fullyrðingum um spillingu Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2016 22:37 Stjórn Strætó bs. mun á næstunni fara yfir forsendur og niðurstöður dómsins með lögmönnum byggðasamlagsins. Vísir/GVA Stjórn Strætó hafnar alfarið fullyrðingum Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda, um að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur endurspegli spillingu í stjórn byggðasamlagsins. Héraðsdómur hefur gert Strætó að greiða Iceland Excursion Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur fyrir að fara ekki eftir eigin útboðsskilmálum, en Allrahanda stefndi Strætó vegna niðurstöðu lokaðs útboðs árið 2010. Í fréttatilkynningu frá Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, segir að hið rétta sé að allar ákvarðanir í innkaupaferlinu hafi verið teknar í samráði við sérfróðan umsjónaraðila útboðsins og sami mælikvarði verið notaður við mat á strætisvögnum allra þátttakenda. „Þá lauk innkaupaferlinu með því að samið var við lægstbjóðanda í útboðinu til samræmis við yfirlýstan tilgang laganna og markmið byggðasamlagsins um aukna hagkvæmni í rekstri.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórn Strætó muni á næstunni fara yfir forsendur og niðurstöður dómsins með lögmönnum byggðasamlagsins, en ljóst sé að niðurstaða héraðsdóms er ekki hafin yfir gagnrýni. „Stjórnin mun ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu dómsins fyrr en að því loknu.“ Fréttatilkynning Strætó í heild sinni:Fimmtudaginn 16. júní sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli sem Iceland Excursion Allrahanda ehf. höfðaði á hendur Strætó bs. vegna meintra brota byggðasamlagsins gegn lögum um opinber innkaup við framkvæmd forvals og lokaðs útboðs um akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2010.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn jafnræði bjóðenda með því að Hagvögnum hf. var heimiluð þátttaka í hinu lokaða útboði vegna frávika á framboðnum strætisvögnum fyrirtækisins frá útboðsgögnum. Þar sem Hagvagnar hf. áttu lægsta tilboð í tiltekna verkhluta í útboðinu var gengið til samninga við fyrirtækið um aksturinn.Stjórn Strætó bs. mun á næstunni fara yfir forsendur og niðurstöður dómsins með lögmönnum byggðasamlagsins, en ljóst er að niðurstaða héraðsdóms er ekki hafin yfir gagnrýni. Stjórnin mun ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu dómsins fyrr en að því loknu.Að gefnu tilefni hafnar stjórn Strætó þó alfarið fullyrðingum stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda um að dómurinn endurspegli spillingu í stjórn byggðasamlagsins. Hið rétta er að allar ákvarðanir í innkaupaferlinu voru teknar í samráði við sérfróðan umsjónaraðila útboðsins og sami mælikvarði var notaður við mat á strætisvögnum allra þátttakenda. Þá lauk innkaupaferlinu með því að samið var við lægstbjóðanda í útboðinu til samræmis við yfirlýstan tilgang laganna og markmið byggðasamlagsins um aukna hagkvæmni í rekstri. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Stjórn Strætó hafnar alfarið fullyrðingum Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda, um að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur endurspegli spillingu í stjórn byggðasamlagsins. Héraðsdómur hefur gert Strætó að greiða Iceland Excursion Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur fyrir að fara ekki eftir eigin útboðsskilmálum, en Allrahanda stefndi Strætó vegna niðurstöðu lokaðs útboðs árið 2010. Í fréttatilkynningu frá Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, segir að hið rétta sé að allar ákvarðanir í innkaupaferlinu hafi verið teknar í samráði við sérfróðan umsjónaraðila útboðsins og sami mælikvarði verið notaður við mat á strætisvögnum allra þátttakenda. „Þá lauk innkaupaferlinu með því að samið var við lægstbjóðanda í útboðinu til samræmis við yfirlýstan tilgang laganna og markmið byggðasamlagsins um aukna hagkvæmni í rekstri.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórn Strætó muni á næstunni fara yfir forsendur og niðurstöður dómsins með lögmönnum byggðasamlagsins, en ljóst sé að niðurstaða héraðsdóms er ekki hafin yfir gagnrýni. „Stjórnin mun ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu dómsins fyrr en að því loknu.“ Fréttatilkynning Strætó í heild sinni:Fimmtudaginn 16. júní sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli sem Iceland Excursion Allrahanda ehf. höfðaði á hendur Strætó bs. vegna meintra brota byggðasamlagsins gegn lögum um opinber innkaup við framkvæmd forvals og lokaðs útboðs um akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2010.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn jafnræði bjóðenda með því að Hagvögnum hf. var heimiluð þátttaka í hinu lokaða útboði vegna frávika á framboðnum strætisvögnum fyrirtækisins frá útboðsgögnum. Þar sem Hagvagnar hf. áttu lægsta tilboð í tiltekna verkhluta í útboðinu var gengið til samninga við fyrirtækið um aksturinn.Stjórn Strætó bs. mun á næstunni fara yfir forsendur og niðurstöður dómsins með lögmönnum byggðasamlagsins, en ljóst er að niðurstaða héraðsdóms er ekki hafin yfir gagnrýni. Stjórnin mun ekki tjá sig efnislega um niðurstöðu dómsins fyrr en að því loknu.Að gefnu tilefni hafnar stjórn Strætó þó alfarið fullyrðingum stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda um að dómurinn endurspegli spillingu í stjórn byggðasamlagsins. Hið rétta er að allar ákvarðanir í innkaupaferlinu voru teknar í samráði við sérfróðan umsjónaraðila útboðsins og sami mælikvarði var notaður við mat á strætisvögnum allra þátttakenda. Þá lauk innkaupaferlinu með því að samið var við lægstbjóðanda í útboðinu til samræmis við yfirlýstan tilgang laganna og markmið byggðasamlagsins um aukna hagkvæmni í rekstri.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur