Ein hugmyndin að gera sundhöll inni í berginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 10:18 Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20