Ísland kemur verr út er varðar velferð Ingvar Haraldsson skrifar 29. júní 2016 07:00 Michael Green, framkvæmdastjóri Social Progress Imperative. Ísland lækkar um sex sæti í velferðarvísitölunni The Social Progress Index milli ára og er neðst Norðurlandanna. Ísland var í fjórða sæti á síðasta ári en fellur í það tíunda í ár. Finnar eru efstir og hækka um sex sæti á milli ára. Norðurlöndin fimm eru öll á meðal tíu efstu. Vísitalan er gefin út af stofnuninni The Social Progress Imperative og er ætlað að horfa til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum. Vísitalan raðar ríkjum heimsins eftir frammistöðu þeirra í 53 mismunandi þáttum, til dæmis gæðum menntunar, heilbrigðisþjónustu, umburðarlyndi og tækifærum í samfélögum. Samtökin héldu ráðstefnu í Hörpu í maí sem stefnt er að að verði árlegur viðburður og nokkurs konar mótvægi við efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Michael Green, framkvæmdastjóri SPI, nefnir tvær ástæður fyrir því að Ísland lækkar á milli ára. Í fyrsta lagi séu önnur lönd að ná Íslandi, til að mynda hvað varðar öryggi einstaklinga og aðgengi að upplýsingum. Ísland standi sig ekki verr heldur séu aðrir að bæta sig. Þá hafi aðferðafræði verið breytt í afmörkuðum þáttum sem Ísland hafi ýmist komið vel út úr eða illa, sem breyti stöðu landsins. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að þótt rík lönd standi almennt betur en fátæk lönd hvað varðar þá þætti sem vísitalan mælir, skýri auðæfi ekki muninn að fullu. Þannig séu tvö efstu ríkin á SPI-kvarðanum, Finnland og Kanada, í 17. og 13. sæti yfir þau ríki sem eru með hæsta landsframleiðslu á mann. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ísland lækkar um sex sæti í velferðarvísitölunni The Social Progress Index milli ára og er neðst Norðurlandanna. Ísland var í fjórða sæti á síðasta ári en fellur í það tíunda í ár. Finnar eru efstir og hækka um sex sæti á milli ára. Norðurlöndin fimm eru öll á meðal tíu efstu. Vísitalan er gefin út af stofnuninni The Social Progress Imperative og er ætlað að horfa til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum. Vísitalan raðar ríkjum heimsins eftir frammistöðu þeirra í 53 mismunandi þáttum, til dæmis gæðum menntunar, heilbrigðisþjónustu, umburðarlyndi og tækifærum í samfélögum. Samtökin héldu ráðstefnu í Hörpu í maí sem stefnt er að að verði árlegur viðburður og nokkurs konar mótvægi við efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Michael Green, framkvæmdastjóri SPI, nefnir tvær ástæður fyrir því að Ísland lækkar á milli ára. Í fyrsta lagi séu önnur lönd að ná Íslandi, til að mynda hvað varðar öryggi einstaklinga og aðgengi að upplýsingum. Ísland standi sig ekki verr heldur séu aðrir að bæta sig. Þá hafi aðferðafræði verið breytt í afmörkuðum þáttum sem Ísland hafi ýmist komið vel út úr eða illa, sem breyti stöðu landsins. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að þótt rík lönd standi almennt betur en fátæk lönd hvað varðar þá þætti sem vísitalan mælir, skýri auðæfi ekki muninn að fullu. Þannig séu tvö efstu ríkin á SPI-kvarðanum, Finnland og Kanada, í 17. og 13. sæti yfir þau ríki sem eru með hæsta landsframleiðslu á mann.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira