Ráðherra segir ekki koma til greina að endurskoða búvörusamninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júní 2016 19:15 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að bregðast við gagnrýni á búvörusamninga með því að semja upp á nýtt. Skoða verði gagnrýni atvinnurekenda á samningana í því ljósi að þeirra hagsmunir samrýmist ekki alltaf hagsmunum neytenda eða bænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamninga í febrúar síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki Alþingis. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, nú síðast af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn eftirlitsins kemur fram að samningurinn skaði hagsmuni bæði neytenda og bænda og er ákvæðum í honum líkt við að stjórnendur fjármálafyrirtækja væru undanþegnir ákvæðum um umboðssvik. „Ég hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samninga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti hefur mér sýnst að það hafi nú verið gengið út frá því að þetta væri bæði til að styrkja landbúnaðinn í landinu og einnig þá að styrkja vöruframboð til neytenda á sanngjörnu verði.“ Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til meðferðar og mun leggja til breytingar á því. „Þannig að ég geri ráð fyrir að menn séu að skoða einhverjar breytingar sem rúmast innan samningsins sem var gerður,“ segir Gunnar Bragi. „Og mér finnst það ekki óeðlilegt, ef það hefur komið fram gagnrýni sem hægt er að bregðast við innan þess ramma, þá á að sjálfsögðu að gera það.“ Gunnar Bragi segir mikla gagnrýni á samningana ekki hafa komið á óvart. Ekki komi til greina að verða við kröfu Félags atvinnurekenda og annarra um að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. „Ég tel enga ástæðu fyrir því,“ segir hann. „Þeirra gagnrýni lýtur náttúrulega að þeirra hagsmunum og þeirra hagsmunir fara ekkert endilega með hagsmunum neytenda eða bænda.“Uppfært 20.10: Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Gunnars Braga í þessari frétt. Er hún birt hér að neðan í heild sinni.Vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, að hagsmunir Félags atvinnurekenda og neytenda vegna búvörusamninga færu ekki saman, vill Félag atvinnurekenda taka eftirfarandi fram:Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, Félag skattgreiðenda, Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Viðskiptaráð og Samtök verslunar og þjónustu höfðu frumkvæði að fundum með þáverandi landbúnaðarráðherra og Bændasamtökunum á meðan viðræður um búvörusamninga stóðu yfir. Á þessum fundum lagði hópurinn fram sameiginlegar tillögur um hvernig gæta mætti hagsmuna neytenda, bænda og annarra atvinnurekenda við gerð búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu. Tillögurnar voru í öllum aðalatriðum byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem starfar á vegum stjórnvalda.Skemmst er frá því að segja að samningsaðilar að búvörusamningum gerðu ekkert með þessar tillögur, sem endurspegla áherslur breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Það er ein ástæða harðrar gagnrýni á búvörusamningana sem nú liggja fyrir.Sjá nánar í umsögn FA um búvörusamningafrumvarp ráðherra. Tengdar fréttir Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45 Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að bregðast við gagnrýni á búvörusamninga með því að semja upp á nýtt. Skoða verði gagnrýni atvinnurekenda á samningana í því ljósi að þeirra hagsmunir samrýmist ekki alltaf hagsmunum neytenda eða bænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamninga í febrúar síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki Alþingis. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, nú síðast af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn eftirlitsins kemur fram að samningurinn skaði hagsmuni bæði neytenda og bænda og er ákvæðum í honum líkt við að stjórnendur fjármálafyrirtækja væru undanþegnir ákvæðum um umboðssvik. „Ég hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samninga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti hefur mér sýnst að það hafi nú verið gengið út frá því að þetta væri bæði til að styrkja landbúnaðinn í landinu og einnig þá að styrkja vöruframboð til neytenda á sanngjörnu verði.“ Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til meðferðar og mun leggja til breytingar á því. „Þannig að ég geri ráð fyrir að menn séu að skoða einhverjar breytingar sem rúmast innan samningsins sem var gerður,“ segir Gunnar Bragi. „Og mér finnst það ekki óeðlilegt, ef það hefur komið fram gagnrýni sem hægt er að bregðast við innan þess ramma, þá á að sjálfsögðu að gera það.“ Gunnar Bragi segir mikla gagnrýni á samningana ekki hafa komið á óvart. Ekki komi til greina að verða við kröfu Félags atvinnurekenda og annarra um að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. „Ég tel enga ástæðu fyrir því,“ segir hann. „Þeirra gagnrýni lýtur náttúrulega að þeirra hagsmunum og þeirra hagsmunir fara ekkert endilega með hagsmunum neytenda eða bænda.“Uppfært 20.10: Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Gunnars Braga í þessari frétt. Er hún birt hér að neðan í heild sinni.Vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, að hagsmunir Félags atvinnurekenda og neytenda vegna búvörusamninga færu ekki saman, vill Félag atvinnurekenda taka eftirfarandi fram:Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, Félag skattgreiðenda, Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Viðskiptaráð og Samtök verslunar og þjónustu höfðu frumkvæði að fundum með þáverandi landbúnaðarráðherra og Bændasamtökunum á meðan viðræður um búvörusamninga stóðu yfir. Á þessum fundum lagði hópurinn fram sameiginlegar tillögur um hvernig gæta mætti hagsmuna neytenda, bænda og annarra atvinnurekenda við gerð búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu. Tillögurnar voru í öllum aðalatriðum byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem starfar á vegum stjórnvalda.Skemmst er frá því að segja að samningsaðilar að búvörusamningum gerðu ekkert með þessar tillögur, sem endurspegla áherslur breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Það er ein ástæða harðrar gagnrýni á búvörusamningana sem nú liggja fyrir.Sjá nánar í umsögn FA um búvörusamningafrumvarp ráðherra.
Tengdar fréttir Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45 Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45
Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53