Níutíu ára frumkvöðlafyrirtæki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. júní 2016 07:00 Bjarney Harðardóttir markaðsstjóri í nýrri og glæsilegri verslun fyrirtækisins á Laugavegi. vísir/Anton brink „Við erum með fjöregg í höndunum,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 66°Norður. Fyrirtækið er níutíu ára og hefur þróast með Íslendingum og þeim áskorunum sem við sem þjóð höfum tekist á við. „Það má samt segja að við séum níutíu ára gamalt frumkvöðlafyrirtæki,“ bætir hún við því fyrirtækið hefur þurft að aðlaga sig ört með aukinni þátttöku á erlendum markaði með vörur sínar. Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney keyptu, um árið 2012, Sjóklæðagerðina. Helgi Rúnar er forstjóri fyrirtækisins. Sjóklæðagerðin á vörumerkin 66°Norður og Rammagerðina.Gleymum ekki sjómönnum „Það sem er ávallt í huga mér er að þær ákvarðanir sem við tökum í dag byggi undir að fyrirtækið lifi næstu hundrað árin. Í því samhengi skiptir máli að við vöndum til verka og höldum áfram að fjárfesta í grunnstoðum fyrirtækisins . Við berum ríka ábyrgð og berum virðingu fyrir sögunni,“ segir Bjarney og minnir á að fyrirtækið framleiði enn sjófatnað á íslenska flotann. „Við byggjum á þeirri arfleifð Sjóklæðagerðarinnar sem var að vernda Íslendinga fyrir erfiðum aðstæðum og gleymum ekki þeim sjómönnum sem fóru til sjós á opnum bátum. Merkið hefur svo þróast með Íslendingum en við höldum fast í kjarnann,“ segir hún.Falsanir ógna Bjarney segir falsanir helst ógna ímynd vörumerkisins. „Það er mikið um falsanir í heiminum, þessi stóru merki, á borð við Moncler, verða fyrir þeim í miklum mæli. Við höfum fengið ágjöf á vörumerkið og þurft að verja peningum í það að verja það. En það er bara veruleiki sem við erum í núna á erlendum markaði,“ segir Bjarney. Fyrirtækið framleiddi allar sínar vörur á Íslandi í 76 ár. Nú er framleiðslan nærri öll erlendis, langmest í Evrópu, Lettlandi, en dúnvörur fyrirtækisins eru framleiddar í Kína og eitthvað af ullarvörunum. „Við fluttum alla framleiðsluna út. Efnahagsumhverfið á Íslandi var orðið þungt í vöfum, bankarnir vildu ekki lána. Þá var kostnaðurinn jafnmikill og verð varanna. Við brugðumst við því og fluttum allt til Lettlands, þekkingu, tæki og tól. Erum með reynslumikið fólk frá Íslandi sem stýrir framleiðslunni.“Bjarney í saumastofu fyrirtækisins í margumræddri lopapeysu sem var prjónuð í Kína.Framleiða í Kína og Lettlandi Í Lettlandi eru þrjár verksmiðjur í eigu fyrirtækisins og Bjarney segir 90 prósent af vörulínum framleiðslunnar verða til þar. „Það skiptir okkur máli að eiga þessar verksmiðjur og stýra þeim, það hefur mikið að segja í allri hönnunar-, þróunar- og hugmyndavinnu,“ segir hún. „En alla dúnvöru framleiðum við í Kína, þeir eru með mjög sérhæfðar og góðar verksmiðjur. Við kaupum vottaðan dún frá Þýskalandi sem við flytjum til Kína. Þá flytjum við íslenska ull frá Ístex til Kína og framleiðum úr henni ullarvörur, til dæmis ullarpeysuna margumræddu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago í vor.“Þarf hugarfarsbreytingu Bjarney segir umhugsunarvert hversu mikla gagnrýni peysan fékk á Íslandi. „Þarna vorum við að vinna með Ístex og nota íslenskt hráefni og langaði að gera okkar hönnun á íslenskri peysu úr ull undir vörumerki 66°Norður í fyrsta skipti. Í mínum huga var verið að gefa borgarstjóranum gjöf frá einu elsta vörumerki okkar Íslendinga, vöru sem er hönnuð á Íslandi, úr íslenskri ull. Umræðan er skökk, í Danmörku hefði þetta ekki gerst. Danir eru óhræddir við að framleiða hönnun sína erlendis. Þeir standa með hönnun og hugviti. Enda er sú grein að vaxa um 30 til 40 prósent á ári í útflutningi hjá þeim. Það gerum við oft ekki,“ segir Bjarney og segist halda að það þurfi að verða ákveðin hugarfarsbreyting sem yrði iðnaðinum til framdráttar. „Við eigum mikil tækifæri þarna, erum með stóran hóp af hönnuðum, handverksfólki á Íslandi sem er í fremstu röð í heiminum.“Fela ekki erlenda framleiðslu „Við eigum að fjárfesta í listum, hönnun og hugviti. Við eigum að vinna með styrkleika okkar. Fjórða stoðin á eftir orkunni, fiskinum og ferðaþjónustunni undir okkar samfélag getur verið hönnun og handverk. Danir gætu verið okkar fyrirmynd, dönsk hönnun er alþjóðlega viðurkennd og eftirsótt. Það er kominn markaður fyrir íslenska hönnun og handverk sem hefur aldrei verið áður. Við verðum að sérhæfa okkur í gæðum hönnunar og framleiðslu,“ segir Bjarney. „Við viljum til dæmis ekki fela það að við framleiðum vörur okkar erlendis. Við viljum frekar vera stolt af hönnuninni, gæðunum, hugvitinu og erlendu samstarfsfólki okkar sem vinnur sem eitt lið í framleiðslunni. Við erum íslenskt vörumerki hvort sem vörur okkar eru framleiddar hér heima eða ytra. Við viljum vanda til verka og veljum vandlega okkar samstarfsaðila. Við þurfum að tryggja gæðin og magnið. Hér á Íslandi er nær engin framleiðsla lengur, það er engin fjárfesting í greininni. Verði hún, þá finnst mér að hún eigi að byggjast á sérhæfingu. Einhverju sérstöku, byggt á hugviti. Við keppum ekki við bestu verksmiðjur heims.“Vilja skapa spennandi störf Fyrirtækið hefur fjölgað stöðugildum um 43 prósent á síðustu fjórum árum „ Við viljum skapa spennandi störf á Íslandi, við höfum verið að ráða listamenn, tæknifólk, hönnuði, klæðskera, markaðsfólk og verkfræðinga svo einhverjir séu nefndir, við erum með fólk á öllum aldri og af alls konar þjóðerni. Við erum með sex konur í framkvæmdastjórn og það sem er kannski óvanalegt er að þrjár þeirra eru undir þrjátíu ára að aldri,“ segir hún frá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við erum með fjöregg í höndunum,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 66°Norður. Fyrirtækið er níutíu ára og hefur þróast með Íslendingum og þeim áskorunum sem við sem þjóð höfum tekist á við. „Það má samt segja að við séum níutíu ára gamalt frumkvöðlafyrirtæki,“ bætir hún við því fyrirtækið hefur þurft að aðlaga sig ört með aukinni þátttöku á erlendum markaði með vörur sínar. Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney keyptu, um árið 2012, Sjóklæðagerðina. Helgi Rúnar er forstjóri fyrirtækisins. Sjóklæðagerðin á vörumerkin 66°Norður og Rammagerðina.Gleymum ekki sjómönnum „Það sem er ávallt í huga mér er að þær ákvarðanir sem við tökum í dag byggi undir að fyrirtækið lifi næstu hundrað árin. Í því samhengi skiptir máli að við vöndum til verka og höldum áfram að fjárfesta í grunnstoðum fyrirtækisins . Við berum ríka ábyrgð og berum virðingu fyrir sögunni,“ segir Bjarney og minnir á að fyrirtækið framleiði enn sjófatnað á íslenska flotann. „Við byggjum á þeirri arfleifð Sjóklæðagerðarinnar sem var að vernda Íslendinga fyrir erfiðum aðstæðum og gleymum ekki þeim sjómönnum sem fóru til sjós á opnum bátum. Merkið hefur svo þróast með Íslendingum en við höldum fast í kjarnann,“ segir hún.Falsanir ógna Bjarney segir falsanir helst ógna ímynd vörumerkisins. „Það er mikið um falsanir í heiminum, þessi stóru merki, á borð við Moncler, verða fyrir þeim í miklum mæli. Við höfum fengið ágjöf á vörumerkið og þurft að verja peningum í það að verja það. En það er bara veruleiki sem við erum í núna á erlendum markaði,“ segir Bjarney. Fyrirtækið framleiddi allar sínar vörur á Íslandi í 76 ár. Nú er framleiðslan nærri öll erlendis, langmest í Evrópu, Lettlandi, en dúnvörur fyrirtækisins eru framleiddar í Kína og eitthvað af ullarvörunum. „Við fluttum alla framleiðsluna út. Efnahagsumhverfið á Íslandi var orðið þungt í vöfum, bankarnir vildu ekki lána. Þá var kostnaðurinn jafnmikill og verð varanna. Við brugðumst við því og fluttum allt til Lettlands, þekkingu, tæki og tól. Erum með reynslumikið fólk frá Íslandi sem stýrir framleiðslunni.“Bjarney í saumastofu fyrirtækisins í margumræddri lopapeysu sem var prjónuð í Kína.Framleiða í Kína og Lettlandi Í Lettlandi eru þrjár verksmiðjur í eigu fyrirtækisins og Bjarney segir 90 prósent af vörulínum framleiðslunnar verða til þar. „Það skiptir okkur máli að eiga þessar verksmiðjur og stýra þeim, það hefur mikið að segja í allri hönnunar-, þróunar- og hugmyndavinnu,“ segir hún. „En alla dúnvöru framleiðum við í Kína, þeir eru með mjög sérhæfðar og góðar verksmiðjur. Við kaupum vottaðan dún frá Þýskalandi sem við flytjum til Kína. Þá flytjum við íslenska ull frá Ístex til Kína og framleiðum úr henni ullarvörur, til dæmis ullarpeysuna margumræddu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago í vor.“Þarf hugarfarsbreytingu Bjarney segir umhugsunarvert hversu mikla gagnrýni peysan fékk á Íslandi. „Þarna vorum við að vinna með Ístex og nota íslenskt hráefni og langaði að gera okkar hönnun á íslenskri peysu úr ull undir vörumerki 66°Norður í fyrsta skipti. Í mínum huga var verið að gefa borgarstjóranum gjöf frá einu elsta vörumerki okkar Íslendinga, vöru sem er hönnuð á Íslandi, úr íslenskri ull. Umræðan er skökk, í Danmörku hefði þetta ekki gerst. Danir eru óhræddir við að framleiða hönnun sína erlendis. Þeir standa með hönnun og hugviti. Enda er sú grein að vaxa um 30 til 40 prósent á ári í útflutningi hjá þeim. Það gerum við oft ekki,“ segir Bjarney og segist halda að það þurfi að verða ákveðin hugarfarsbreyting sem yrði iðnaðinum til framdráttar. „Við eigum mikil tækifæri þarna, erum með stóran hóp af hönnuðum, handverksfólki á Íslandi sem er í fremstu röð í heiminum.“Fela ekki erlenda framleiðslu „Við eigum að fjárfesta í listum, hönnun og hugviti. Við eigum að vinna með styrkleika okkar. Fjórða stoðin á eftir orkunni, fiskinum og ferðaþjónustunni undir okkar samfélag getur verið hönnun og handverk. Danir gætu verið okkar fyrirmynd, dönsk hönnun er alþjóðlega viðurkennd og eftirsótt. Það er kominn markaður fyrir íslenska hönnun og handverk sem hefur aldrei verið áður. Við verðum að sérhæfa okkur í gæðum hönnunar og framleiðslu,“ segir Bjarney. „Við viljum til dæmis ekki fela það að við framleiðum vörur okkar erlendis. Við viljum frekar vera stolt af hönnuninni, gæðunum, hugvitinu og erlendu samstarfsfólki okkar sem vinnur sem eitt lið í framleiðslunni. Við erum íslenskt vörumerki hvort sem vörur okkar eru framleiddar hér heima eða ytra. Við viljum vanda til verka og veljum vandlega okkar samstarfsaðila. Við þurfum að tryggja gæðin og magnið. Hér á Íslandi er nær engin framleiðsla lengur, það er engin fjárfesting í greininni. Verði hún, þá finnst mér að hún eigi að byggjast á sérhæfingu. Einhverju sérstöku, byggt á hugviti. Við keppum ekki við bestu verksmiðjur heims.“Vilja skapa spennandi störf Fyrirtækið hefur fjölgað stöðugildum um 43 prósent á síðustu fjórum árum „ Við viljum skapa spennandi störf á Íslandi, við höfum verið að ráða listamenn, tæknifólk, hönnuði, klæðskera, markaðsfólk og verkfræðinga svo einhverjir séu nefndir, við erum með fólk á öllum aldri og af alls konar þjóðerni. Við erum með sex konur í framkvæmdastjórn og það sem er kannski óvanalegt er að þrjár þeirra eru undir þrjátíu ára að aldri,“ segir hún frá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira