Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,75%. Jafnframt ákvað nefndin að lækka bindiskyldu um 0,5 prósentur, í samræmi við fyrri yfirlýsingar.
Nefndin mun rökstyðja ákvörðun sína nánar á fundi klukkan 10 í Seðlabankanum. Beina útsendingu má sjá hér að neðan.