ÁTVR hagnaðist um 1.221 milljónir árið 2015 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2016 18:26 19.603 þúsund lítrar af áfengi seldust í fyrra. vísir/gva Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hagnaðist um 1.221 milljónir króna á árinu 2015 en greiddur var 1.500 milljón króna arður í rikissjóð. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins sem kom inn á vefinn fyrir skemmstu. Alls voru seldir 19.603 þúsund lítrar af áfengi en þar af nam bjórsala 15.280 þúsund lítrum. Sala jókst um 2,01% frá árinu 2014 en þetta er fjórða árið í röð sem sala eykst. Í árið 2014 jókst sala um 3,02%. Sala áfengis nálgast nú það sem hún var á árunum 2007-2008 og þá er þetta besta söluár ÁTVR frá árinu 2010. „Í þjóðfélaginu hefur mikið verið rætt um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Lagt var fyrir Alþingi frumvarp nánast samhljóða frumvarpi frá fyrra ári þar sem gert er ráð fyrir að leggja ÁTVR niður í núverandi mynd og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Í könnun sem Gallup framkvæmdi voru landsmenn spurðir um ánægju um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Niðurstaðan er að vaxandi fylgi er við núverandi fyrirkomulag og eru 59% ánægðir, 25% hlutlausir og 16% óánægðir,“ segir meðal annars í ársskýrslunni.Sala á neftóbaki eykst enn Sala á vindlum og vindlingum heldur áfram að dragast saman en aftur á móti seldust rúm 36 tonn af neftóbaki. Sala á því tók duglegt stökk milli áranna 2013 og 2014 og heldur áfram að aukast nú. Þá dróst sala á plastpokum saman en um 37 prósent viðskiptavina kaupa plastpoka samanborið við 40 prósent í fyrra. 35.000 fjölnota plastpokar voru seldir á árinu en það er aukning um rúm tólf prósent. Í árslok störfuðu 442 manns hjá ÁTVR en þar af voru 214 fastráðnir. Fleiri konur starfa hjá fyrirtækinu en sex af hverjum tíu starfsmönnum eru kvenkyns. Hjá fastráðnum lækkar hlutfallið niður í 52 prósent á móti 48. Vinsælasti lagerbjór síðasta árs var Víking Gylltur en tæplega 1,6 milljón lítra seldist af honum. Það er rúmlega tvöfalt meira en næstvinsælasti lagerbjórinn, Víking Lager. Í þriðja sæti var Egils Gull sem seldist í rúmum 575 þúsund lítrum. Í flokki öls og annarra bjórtegunda þá tróndi Einstök White Ale á toppnum með rétt rúma hundraðþúsund lítra. Pale Ale, frá sama framleiðanda, var í öðru sæti með tæpa áttatíuþúsund lítra en það er tvöfalt meira en Jólagull sem var í þriðja sæti. Ársskýrsluna má skoða í heild sinni hér. Tengdar fréttir ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Fjármálaráðherra hefur lagt til breytingar á því hvað komufarþegar mega kaupa í fríhöfninni. 16. maí 2016 11:22 Forseti alþjóða bindindissamtaka: Yrðu mikil mistök hjá Íslendingum að aflétta ríkiseinokun á áfengi Hélt erindi á hádegisfundi IOGT-samtakanna í dag. 17. febrúar 2016 16:49 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Íslenska ánægjuvogin: ÁTVR og Nova hlutu hæstu einkunnirnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar í sautjánda sinn í dag. 11. febrúar 2016 11:30 Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Lög sem samþykkt voru á Alþingi í gær breyta reglum um hve mikið áfengi má koma með úr fríhöfninni. 3. júní 2016 12:55 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hagnaðist um 1.221 milljónir króna á árinu 2015 en greiddur var 1.500 milljón króna arður í rikissjóð. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins sem kom inn á vefinn fyrir skemmstu. Alls voru seldir 19.603 þúsund lítrar af áfengi en þar af nam bjórsala 15.280 þúsund lítrum. Sala jókst um 2,01% frá árinu 2014 en þetta er fjórða árið í röð sem sala eykst. Í árið 2014 jókst sala um 3,02%. Sala áfengis nálgast nú það sem hún var á árunum 2007-2008 og þá er þetta besta söluár ÁTVR frá árinu 2010. „Í þjóðfélaginu hefur mikið verið rætt um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Lagt var fyrir Alþingi frumvarp nánast samhljóða frumvarpi frá fyrra ári þar sem gert er ráð fyrir að leggja ÁTVR niður í núverandi mynd og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Í könnun sem Gallup framkvæmdi voru landsmenn spurðir um ánægju um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi. Niðurstaðan er að vaxandi fylgi er við núverandi fyrirkomulag og eru 59% ánægðir, 25% hlutlausir og 16% óánægðir,“ segir meðal annars í ársskýrslunni.Sala á neftóbaki eykst enn Sala á vindlum og vindlingum heldur áfram að dragast saman en aftur á móti seldust rúm 36 tonn af neftóbaki. Sala á því tók duglegt stökk milli áranna 2013 og 2014 og heldur áfram að aukast nú. Þá dróst sala á plastpokum saman en um 37 prósent viðskiptavina kaupa plastpoka samanborið við 40 prósent í fyrra. 35.000 fjölnota plastpokar voru seldir á árinu en það er aukning um rúm tólf prósent. Í árslok störfuðu 442 manns hjá ÁTVR en þar af voru 214 fastráðnir. Fleiri konur starfa hjá fyrirtækinu en sex af hverjum tíu starfsmönnum eru kvenkyns. Hjá fastráðnum lækkar hlutfallið niður í 52 prósent á móti 48. Vinsælasti lagerbjór síðasta árs var Víking Gylltur en tæplega 1,6 milljón lítra seldist af honum. Það er rúmlega tvöfalt meira en næstvinsælasti lagerbjórinn, Víking Lager. Í þriðja sæti var Egils Gull sem seldist í rúmum 575 þúsund lítrum. Í flokki öls og annarra bjórtegunda þá tróndi Einstök White Ale á toppnum með rétt rúma hundraðþúsund lítra. Pale Ale, frá sama framleiðanda, var í öðru sæti með tæpa áttatíuþúsund lítra en það er tvöfalt meira en Jólagull sem var í þriðja sæti. Ársskýrsluna má skoða í heild sinni hér.
Tengdar fréttir ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Fjármálaráðherra hefur lagt til breytingar á því hvað komufarþegar mega kaupa í fríhöfninni. 16. maí 2016 11:22 Forseti alþjóða bindindissamtaka: Yrðu mikil mistök hjá Íslendingum að aflétta ríkiseinokun á áfengi Hélt erindi á hádegisfundi IOGT-samtakanna í dag. 17. febrúar 2016 16:49 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Íslenska ánægjuvogin: ÁTVR og Nova hlutu hæstu einkunnirnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar í sautjánda sinn í dag. 11. febrúar 2016 11:30 Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Lög sem samþykkt voru á Alþingi í gær breyta reglum um hve mikið áfengi má koma með úr fríhöfninni. 3. júní 2016 12:55 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Fjármálaráðherra hefur lagt til breytingar á því hvað komufarþegar mega kaupa í fríhöfninni. 16. maí 2016 11:22
Forseti alþjóða bindindissamtaka: Yrðu mikil mistök hjá Íslendingum að aflétta ríkiseinokun á áfengi Hélt erindi á hádegisfundi IOGT-samtakanna í dag. 17. febrúar 2016 16:49
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Íslenska ánægjuvogin: ÁTVR og Nova hlutu hæstu einkunnirnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar í sautjánda sinn í dag. 11. febrúar 2016 11:30
Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Lög sem samþykkt voru á Alþingi í gær breyta reglum um hve mikið áfengi má koma með úr fríhöfninni. 3. júní 2016 12:55
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent