Róbert segir að Björgólfur Thor hafi fengið gefins milljarða hlut sinn í Actavis ingvar haraldsson skrifar 8. júní 2016 08:13 Róbert segir Björgólf hafa viljað eignast Glitni fyrir hrun. Vísir/Stefán/Vilhelm Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa átt í hörðum deilum opinberlega síðustu ár og hafa höfðað fjölmörg dómsmál hvor gegn öðrum. „Samstarf okkar byrjaði ekki á réttum forsendum. Hann tekur yfir Deltuna á hátt sem var ekki eins og ég hefði gert það,“ segir Róbert um ástæður illdeilna þeirra Björgólfs. Pharmaco, sem Björgólfur Thor var stór hluthafi í, keypti lyfjafyrirtækið Delta, sem Róbert stýrði, árið 2002 og í kjölfarið sameinuðust þau og fékk hið sameinaða félag síðar nafnið Actavis.Yfirtaka á Delta verið fjandsamleg„Ég var auðvitað forstjóri í því félagi, var ungur maður, og hafði enga fjármuni til þess að verjast þessari yfirtöku. Hann fékk Búnaðarbankann með sér í lið sem var viðskiptabanki Deltunnar og átti að hafa frumkvæði að því að verja sérstaklega yfirtöku Björgólfs. Þeir fengu sennilega glýju í augun yfir aurunum sem hann allavega sagðist eiga, og báðu mig um að skoða fyrirtæki fyrir sig í Eystrasaltslöndunum sem ég hafði ekki tíma í en gerði þeim greiða að fara í tvo daga og skoða. Á meðan plottuðu þeir yfirtökuna með Björgólfi. Þegar ég kem til baka þá þurfti ég að taka ákvörðun um hvort ég hefði áhuga á að starfa í félagi þar sem hann var hluthafi. Mér hugnaðist það mjög illa, bara miðað við hvernig að öllu þessu var staðið,“ segir Róbert. Hluthafar í Delta hafi hvatt hann til þess að halda áfram þar sem Delta hafi verið á uppleið en Pharmaco litið illa út, verksmiðjur hafi staðið illa og mörg ár hafi tekið að koma þeim í lag. „Síðan í raun og veru rek ég bara félagið öll þessi ár sem skráð félag og auðvitað átti hann þarna stóran hluta en var ekki meirihlutaeigandi.“ Skuldsetning félagsins hafi verið innan eðlilegra marka og fremur í lægri kantinum. Árið 2007 keyptu félög undir forystu Björgólfs Thors allt hlutafé í Actavis og tóku félagið af markaði. Róbert segir skuldir hafa verið settar inn í félagið og sem hafi í kjölfarið margfaldast. „Þá er í rauninni Björgólfur orðinn einn hluthafi. Þá var návígið orðið allt annað. Ég bara kunni ekki við að vinna með honum eða hans fólki. Við ræddum það bara mjög fljótt eftir að félagið er tekið af markaði að ég hefði ekki áhuga á að starfa fyrir hann og það voru ýmsar ástæður fyrir því.“Segir hluti í Actavis tekna af sérÞá segir hann Björgólf hafa verið mótfallinn fjárfestingu sinni í Glitni en Róbert keypti hlut í bankanum í árslok 2007. „Hann hafði alltaf haft augastað á að taka yfir Glitni og hugnaðist það mjög illa. Það var kannski hans vendipunktur í okkar samstarfi. minn vendipunktur var frá fyrsta degi og á þeim degi að þurfa ekki að vinna með honum yfir höfuð. Róbert segir einnig að hlutir hans í Actavis hafi verið teknir af honum eftir hrun. „Síðan gerist það að Deutsche Bank, það leikrit allt saman, kemur til mín og biður mig að vera áfram í stjórn og bjóða mér gull og græna skó ef ég hjálpa félaginu áfram. Ég kýs að stofna Alvogen með litla svo má segja litla aura. Þá fékk ég þau skilaboð að Deutsche Bank, með Björgólf þá þar á bak við, myndi tryggja það að allar mínar eignir í Actavis yrðu teknar af mér. Þau stóðu bara fyllilega við það. Þannig að Björgólfur fékk gefins þann hlut sem ég átti í félaginu sem í dag eru umtalsverð verðmæti og hlaupa á hundruðum milljóna dollara.“Nánar er rætt við Róbert í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Tengdar fréttir Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. 6. nóvember 2012 18:30 Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Björgólfur Thor Björgólfsson skýtur á Árna Harðarsson og Róbert Wessmann á bloggi sínu og segir þá hafa eytt yfir 100 milljónum króna í aðför gegn sér. 3. maí 2016 14:42 Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. 13. mars 2012 06:30 Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 15. júní 2011 14:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa átt í hörðum deilum opinberlega síðustu ár og hafa höfðað fjölmörg dómsmál hvor gegn öðrum. „Samstarf okkar byrjaði ekki á réttum forsendum. Hann tekur yfir Deltuna á hátt sem var ekki eins og ég hefði gert það,“ segir Róbert um ástæður illdeilna þeirra Björgólfs. Pharmaco, sem Björgólfur Thor var stór hluthafi í, keypti lyfjafyrirtækið Delta, sem Róbert stýrði, árið 2002 og í kjölfarið sameinuðust þau og fékk hið sameinaða félag síðar nafnið Actavis.Yfirtaka á Delta verið fjandsamleg„Ég var auðvitað forstjóri í því félagi, var ungur maður, og hafði enga fjármuni til þess að verjast þessari yfirtöku. Hann fékk Búnaðarbankann með sér í lið sem var viðskiptabanki Deltunnar og átti að hafa frumkvæði að því að verja sérstaklega yfirtöku Björgólfs. Þeir fengu sennilega glýju í augun yfir aurunum sem hann allavega sagðist eiga, og báðu mig um að skoða fyrirtæki fyrir sig í Eystrasaltslöndunum sem ég hafði ekki tíma í en gerði þeim greiða að fara í tvo daga og skoða. Á meðan plottuðu þeir yfirtökuna með Björgólfi. Þegar ég kem til baka þá þurfti ég að taka ákvörðun um hvort ég hefði áhuga á að starfa í félagi þar sem hann var hluthafi. Mér hugnaðist það mjög illa, bara miðað við hvernig að öllu þessu var staðið,“ segir Róbert. Hluthafar í Delta hafi hvatt hann til þess að halda áfram þar sem Delta hafi verið á uppleið en Pharmaco litið illa út, verksmiðjur hafi staðið illa og mörg ár hafi tekið að koma þeim í lag. „Síðan í raun og veru rek ég bara félagið öll þessi ár sem skráð félag og auðvitað átti hann þarna stóran hluta en var ekki meirihlutaeigandi.“ Skuldsetning félagsins hafi verið innan eðlilegra marka og fremur í lægri kantinum. Árið 2007 keyptu félög undir forystu Björgólfs Thors allt hlutafé í Actavis og tóku félagið af markaði. Róbert segir skuldir hafa verið settar inn í félagið og sem hafi í kjölfarið margfaldast. „Þá er í rauninni Björgólfur orðinn einn hluthafi. Þá var návígið orðið allt annað. Ég bara kunni ekki við að vinna með honum eða hans fólki. Við ræddum það bara mjög fljótt eftir að félagið er tekið af markaði að ég hefði ekki áhuga á að starfa fyrir hann og það voru ýmsar ástæður fyrir því.“Segir hluti í Actavis tekna af sérÞá segir hann Björgólf hafa verið mótfallinn fjárfestingu sinni í Glitni en Róbert keypti hlut í bankanum í árslok 2007. „Hann hafði alltaf haft augastað á að taka yfir Glitni og hugnaðist það mjög illa. Það var kannski hans vendipunktur í okkar samstarfi. minn vendipunktur var frá fyrsta degi og á þeim degi að þurfa ekki að vinna með honum yfir höfuð. Róbert segir einnig að hlutir hans í Actavis hafi verið teknir af honum eftir hrun. „Síðan gerist það að Deutsche Bank, það leikrit allt saman, kemur til mín og biður mig að vera áfram í stjórn og bjóða mér gull og græna skó ef ég hjálpa félaginu áfram. Ég kýs að stofna Alvogen með litla svo má segja litla aura. Þá fékk ég þau skilaboð að Deutsche Bank, með Björgólf þá þar á bak við, myndi tryggja það að allar mínar eignir í Actavis yrðu teknar af mér. Þau stóðu bara fyllilega við það. Þannig að Björgólfur fékk gefins þann hlut sem ég átti í félaginu sem í dag eru umtalsverð verðmæti og hlaupa á hundruðum milljóna dollara.“Nánar er rætt við Róbert í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. 6. nóvember 2012 18:30 Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Björgólfur Thor Björgólfsson skýtur á Árna Harðarsson og Róbert Wessmann á bloggi sínu og segir þá hafa eytt yfir 100 milljónum króna í aðför gegn sér. 3. maí 2016 14:42 Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. 13. mars 2012 06:30 Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 15. júní 2011 14:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. 6. nóvember 2012 18:30
Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Björgólfur Thor Björgólfsson skýtur á Árna Harðarsson og Róbert Wessmann á bloggi sínu og segir þá hafa eytt yfir 100 milljónum króna í aðför gegn sér. 3. maí 2016 14:42
Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. 13. mars 2012 06:30
Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 15. júní 2011 14:47