Viðskipti innlent

Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR

ingvar haraldsson skrifar
Artikolo ehf. er langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu JÖR. Þetta segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Artikolo.Kolfinna segir við að JÖR sé í sóknarhug. Stefnt sé að því að opna nýja verslun við Reykjavíkurhöfn en fyrir rekur JÖR eina verslun á Laugavegi. „Hann var að fá úthlutað pláss niður á gömlu höfn í verbúðunum,“ segir hún. Einnig sé verið að skoða hvernig koma megi vörumerkinu að erlendis.Artikolo muni eiga helmingshlut í JÖR á móti stofnendum vörumerkisins að sögn Kolfinnu. Áður átti félagið Tailor Holding sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, og Eygló Björk Kjartansdóttir stóðu að samkvæmt frétt Morgunblaðsins, 51 prósenta hlut á móti G13 ehf., sem var að mestu í eigu stofnenda JÖR, Guðmundar Jörundssonar og Gunnars Arnar Petersen.Kolfinna segir Artikolo einnig nýlega hafa keypt íslenska tískuvörumerkið E-label auk Reykjavik Fashion Festival og Reykjavik Fashion Academy.  Hluthafar í Artikolo eru alls fimm að sögn Kolfinnu. Hún vilji þó ekki gefa upp alla hluthafana að svo stöddu en segir þó að auk hennar séu Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, og unnusta hans Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og fitness-keppandi hluthafar ásamt Upplifunarstofunni ehf. Hluthafar í því félagi samkvæmt ársreikningi ársins 2014 eru Jakob Hrafnsson mágur Kolfinnu og Vefpressan sem er að hluta til í eigu Björns Inga Hrafnssonar, eiginmanns hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.