Við getum – Ég get Þóra Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM - ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu og birtir á afmælisárinu röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Í þessari grein er fjallað um kynheilbrigði krabbameinssjúklinga. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma og þekkja flestir til einhvers sem hefur greinst með krabbamein eða hefur beina eða óbeina reynslu af þeim sjúkdómum. Í árslok 2014 voru um 13.000 einstaklingar á lífi á Íslandi sem greinst hafa með krabbamein. Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta valdið breytingum á lífi og lífsgæðum þess sem greinist og haft m.a. áhrif á kynheilbrigði einstaklingsins. Með kynheilbrigði er átt við líkamlega, sálræna og samfélagslega velferð eða vellíðan sem hefur með kynverund (sexuality) að gera. Rannsóknir sýna að um helmingur krabbameinsgreindra eiga við ýmiss konar kynheilbrigðisvandamál að stríða og er það eitt af algengustu langtímavandamálum þessa hóps.Áhrif krabbameins á kynheilbrigðiMismunandi meðferðarkostir eru í boði fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein og fer meðferðin eftir eðli sjúkdómsins og er sérsniðin að hverjum einstaklingi. Sjúkdómurinn og meðferð hans tekur toll af einstaklingnum og oft eru aukaverkanir töluverðar af meðferð. Þegar kemur að kynheilbrigði einstaklinga er margt sem getur haft áhrif. Sjúkdómur í kynfærum getur valdið breytingum á kynfærunum sjálfum, taugum og/eða blóðflæði. Brottnám brjósts eða eistna, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð eða ör á líkamanum geta valdið mikilli vanlíðan. Geta þessar breytingar haft áhrif á sjálfsöryggi og vellíðan og þ.a.l. á líkamsímynd og upplifun einstaklingsins af sér sem kynveru. En meðferð krabbameina sem ekki eru staðsett í kynfærum getur einnig haft veruleg áhrif á líkamsímynd og lífsgæði einstaklinga. Þar má telja þætti eins og þurrk í slímhúð, samgróninga í leggöngum, ristruflanir, getuleysi, verki, hárlos eða hármissi, ógleði, þreytu, þyngdarbreytingar, minni kynlöngun og minni ánægju í kynlífi. Andleg vanlíðan eins og þunglyndi og kvíði geta einnig haft mikil áhrif. Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka breyst. Erfiðleikar í samskiptum, óöryggi og jafnvel hræðsla sjúklingsins eða makans við að gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms. Einstaklingar á barneignaraldri þurfa í ofanálag að takast á við þá staðreynd að þeir geti hugsanlega orðið ófrjóir að meðferð lokinni.UmræðanÍ marga áratugi hefur kynheilbrigði verið viðurkennt sem hluti af heilbrigði einstaklinga og þ.a.l. eitt af því sem heilbrigðisstarfsfólki ber að sinna. Þrátt fyrir það fá þessi málefni ekki næga athygli. Undanfarin ár hefur orðið vakning meðal heilbrigðisstarfsfólks á krabbameinsdeildum Landspítalans varðandi kynheilbrigðismál. Á árunum 2011-2013 sameinaðist hópur fagfólks með stuðningi lyfjafyrirtækjanna Novartis og Sanofi um verkefnið „Kynlíf og krabbamein“. Tilgangur þessa verkefnis var að stuðla að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga og að fræða starfsfólk. Boðið var meðal annars upp á sérhæfða þjónustu kynfræðings fyrir krabbameinssjúklinga sem eiga við kynheilbrigðisvandamál að stríða og er sú þjónusta í boði enn í dag. En betur má ef duga skal, því ennþá virðist þetta umræðuefni vefjast fyrir mörgum, jafnt sjúklingum sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikilvægt er þó að hefja umræðuna strax við greiningu því upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og meðferðar á kynheilbrigði. VIÐ GETUM – haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu ÉG GET – aflað mér upplýsinga og fræðslu frá fagfólki um kynheilbrigði og rætt um þessi mál á opinn hátt við maka minn og þá sem standa mér næst Heimildir: Þóra Þórsdóttir. (2012). Könnun á reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði við krabbameinssjúklingahttps://skemman.is/stream/get/1946/12154/30114/1/Þóra_Þórsdóttir.pdfJonsdottir, J. I., Zoëga, S., Saevarsdottir, T., Sverrisdottir, A., Thorsdottir, T., Einarsson, G. V., Gunnarsdottir, S. og Fridriksdottir, N. (2016). Changes in attitudes, practices and barriers among oncology health care professionals regarding sexual health care: Outcomes from a 2-year educational intervention at a University Hospital. European Journal of Oncology Nursing, 21, 24-30. World Cancer Day https://www.worldcancerday.org/Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM - ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu og birtir á afmælisárinu röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Í þessari grein er fjallað um kynheilbrigði krabbameinssjúklinga. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma og þekkja flestir til einhvers sem hefur greinst með krabbamein eða hefur beina eða óbeina reynslu af þeim sjúkdómum. Í árslok 2014 voru um 13.000 einstaklingar á lífi á Íslandi sem greinst hafa með krabbamein. Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta valdið breytingum á lífi og lífsgæðum þess sem greinist og haft m.a. áhrif á kynheilbrigði einstaklingsins. Með kynheilbrigði er átt við líkamlega, sálræna og samfélagslega velferð eða vellíðan sem hefur með kynverund (sexuality) að gera. Rannsóknir sýna að um helmingur krabbameinsgreindra eiga við ýmiss konar kynheilbrigðisvandamál að stríða og er það eitt af algengustu langtímavandamálum þessa hóps.Áhrif krabbameins á kynheilbrigðiMismunandi meðferðarkostir eru í boði fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein og fer meðferðin eftir eðli sjúkdómsins og er sérsniðin að hverjum einstaklingi. Sjúkdómurinn og meðferð hans tekur toll af einstaklingnum og oft eru aukaverkanir töluverðar af meðferð. Þegar kemur að kynheilbrigði einstaklinga er margt sem getur haft áhrif. Sjúkdómur í kynfærum getur valdið breytingum á kynfærunum sjálfum, taugum og/eða blóðflæði. Brottnám brjósts eða eistna, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð eða ör á líkamanum geta valdið mikilli vanlíðan. Geta þessar breytingar haft áhrif á sjálfsöryggi og vellíðan og þ.a.l. á líkamsímynd og upplifun einstaklingsins af sér sem kynveru. En meðferð krabbameina sem ekki eru staðsett í kynfærum getur einnig haft veruleg áhrif á líkamsímynd og lífsgæði einstaklinga. Þar má telja þætti eins og þurrk í slímhúð, samgróninga í leggöngum, ristruflanir, getuleysi, verki, hárlos eða hármissi, ógleði, þreytu, þyngdarbreytingar, minni kynlöngun og minni ánægju í kynlífi. Andleg vanlíðan eins og þunglyndi og kvíði geta einnig haft mikil áhrif. Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka breyst. Erfiðleikar í samskiptum, óöryggi og jafnvel hræðsla sjúklingsins eða makans við að gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms. Einstaklingar á barneignaraldri þurfa í ofanálag að takast á við þá staðreynd að þeir geti hugsanlega orðið ófrjóir að meðferð lokinni.UmræðanÍ marga áratugi hefur kynheilbrigði verið viðurkennt sem hluti af heilbrigði einstaklinga og þ.a.l. eitt af því sem heilbrigðisstarfsfólki ber að sinna. Þrátt fyrir það fá þessi málefni ekki næga athygli. Undanfarin ár hefur orðið vakning meðal heilbrigðisstarfsfólks á krabbameinsdeildum Landspítalans varðandi kynheilbrigðismál. Á árunum 2011-2013 sameinaðist hópur fagfólks með stuðningi lyfjafyrirtækjanna Novartis og Sanofi um verkefnið „Kynlíf og krabbamein“. Tilgangur þessa verkefnis var að stuðla að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga og að fræða starfsfólk. Boðið var meðal annars upp á sérhæfða þjónustu kynfræðings fyrir krabbameinssjúklinga sem eiga við kynheilbrigðisvandamál að stríða og er sú þjónusta í boði enn í dag. En betur má ef duga skal, því ennþá virðist þetta umræðuefni vefjast fyrir mörgum, jafnt sjúklingum sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikilvægt er þó að hefja umræðuna strax við greiningu því upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og meðferðar á kynheilbrigði. VIÐ GETUM – haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu ÉG GET – aflað mér upplýsinga og fræðslu frá fagfólki um kynheilbrigði og rætt um þessi mál á opinn hátt við maka minn og þá sem standa mér næst Heimildir: Þóra Þórsdóttir. (2012). Könnun á reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði við krabbameinssjúklingahttps://skemman.is/stream/get/1946/12154/30114/1/Þóra_Þórsdóttir.pdfJonsdottir, J. I., Zoëga, S., Saevarsdottir, T., Sverrisdottir, A., Thorsdottir, T., Einarsson, G. V., Gunnarsdottir, S. og Fridriksdottir, N. (2016). Changes in attitudes, practices and barriers among oncology health care professionals regarding sexual health care: Outcomes from a 2-year educational intervention at a University Hospital. European Journal of Oncology Nursing, 21, 24-30. World Cancer Day https://www.worldcancerday.org/Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun