Pírati að leggja lokahönd á heimildarmynd um matarsóun sæunn gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:00 Sigríður Bylgja hefur gaman af ferðalögum og lærði meðal annars að kafa í Belís í Mið-Ameríku. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta leggst virkilega vel í mig, Píratar eru stór flokkur og eiga mikið inni fyrir næstu alþingiskosningar þannig að ég hlakka til að koma að starfinu og innra skipulagi, það er rosalega mikið að gera í innra skipulaginu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra Pírata á dögunum. Um þrjátíu umsækjendur sóttu um stöðuna. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. „Í forgangi hjá mér er að fara og kynnast aðildarfélögunum og félögum sem eru í Pírötum og eru mjög virkir í innra starfinu. Fara meðal annars í heimsóknir til aðildarfélaganna okkar úti á landi og styrkja tengsl við landsbyggðina. Það er algjört forgangsatriði. Sýna mig og sjá aðra svo að fólk geti leitað til mín og ég geti miðlað,“ segir hún. Sigríður Bylgja er með BA-gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð „Mannvistfræði er tiltölulega nýtt nám. Þetta er mjög þverfaglegt nám þar sem áherslan er svolítið á valddreifingu, sjálfbærni og umhverfismál. Þetta er gagnrýnin samfélagsrýni getum við sagt,“ segir hún. Sigríður Bylgja hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Hún hefur einnig starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga Fest. „Ég hef gaman af öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, og það er svo fjölbreytt í hverju það getur falist,“ segir hún. Sigríður Bylgja er handritshöfundur og er að leggja lokahönd á framleiðslu heimildarmyndarinnar Use Less í samstarfi við Vesturport og Vakandi. „Heimildarmyndin fjallar um matar- og tískusóun og er gagnrýni á neysluhyggjuna í því samfélagi sem við búum í. Hún er á ensku og er hugsuð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað.“ Maki Sigríðar Bylgju er Ingólfur Þorsteinsson matreiðslumaður. Helstu áhugamál hennar eru veiði og sund og ferðalög almennt. Sigríður Bylgja segir sérstaklega eftirminnilega ferð þegar hún var í starfsnámi um tíma í Belís í Mið-Ameríku og fór og lærði köfun í frægum neðansjávarhelli undan ströndum Belís sem nefnist Bláa holan. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Þetta leggst virkilega vel í mig, Píratar eru stór flokkur og eiga mikið inni fyrir næstu alþingiskosningar þannig að ég hlakka til að koma að starfinu og innra skipulagi, það er rosalega mikið að gera í innra skipulaginu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra Pírata á dögunum. Um þrjátíu umsækjendur sóttu um stöðuna. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. „Í forgangi hjá mér er að fara og kynnast aðildarfélögunum og félögum sem eru í Pírötum og eru mjög virkir í innra starfinu. Fara meðal annars í heimsóknir til aðildarfélaganna okkar úti á landi og styrkja tengsl við landsbyggðina. Það er algjört forgangsatriði. Sýna mig og sjá aðra svo að fólk geti leitað til mín og ég geti miðlað,“ segir hún. Sigríður Bylgja er með BA-gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð „Mannvistfræði er tiltölulega nýtt nám. Þetta er mjög þverfaglegt nám þar sem áherslan er svolítið á valddreifingu, sjálfbærni og umhverfismál. Þetta er gagnrýnin samfélagsrýni getum við sagt,“ segir hún. Sigríður Bylgja hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Hún hefur einnig starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga Fest. „Ég hef gaman af öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, og það er svo fjölbreytt í hverju það getur falist,“ segir hún. Sigríður Bylgja er handritshöfundur og er að leggja lokahönd á framleiðslu heimildarmyndarinnar Use Less í samstarfi við Vesturport og Vakandi. „Heimildarmyndin fjallar um matar- og tískusóun og er gagnrýni á neysluhyggjuna í því samfélagi sem við búum í. Hún er á ensku og er hugsuð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað.“ Maki Sigríðar Bylgju er Ingólfur Þorsteinsson matreiðslumaður. Helstu áhugamál hennar eru veiði og sund og ferðalög almennt. Sigríður Bylgja segir sérstaklega eftirminnilega ferð þegar hún var í starfsnámi um tíma í Belís í Mið-Ameríku og fór og lærði köfun í frægum neðansjávarhelli undan ströndum Belís sem nefnist Bláa holan.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira