Pírati að leggja lokahönd á heimildarmynd um matarsóun sæunn gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:00 Sigríður Bylgja hefur gaman af ferðalögum og lærði meðal annars að kafa í Belís í Mið-Ameríku. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta leggst virkilega vel í mig, Píratar eru stór flokkur og eiga mikið inni fyrir næstu alþingiskosningar þannig að ég hlakka til að koma að starfinu og innra skipulagi, það er rosalega mikið að gera í innra skipulaginu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra Pírata á dögunum. Um þrjátíu umsækjendur sóttu um stöðuna. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. „Í forgangi hjá mér er að fara og kynnast aðildarfélögunum og félögum sem eru í Pírötum og eru mjög virkir í innra starfinu. Fara meðal annars í heimsóknir til aðildarfélaganna okkar úti á landi og styrkja tengsl við landsbyggðina. Það er algjört forgangsatriði. Sýna mig og sjá aðra svo að fólk geti leitað til mín og ég geti miðlað,“ segir hún. Sigríður Bylgja er með BA-gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð „Mannvistfræði er tiltölulega nýtt nám. Þetta er mjög þverfaglegt nám þar sem áherslan er svolítið á valddreifingu, sjálfbærni og umhverfismál. Þetta er gagnrýnin samfélagsrýni getum við sagt,“ segir hún. Sigríður Bylgja hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Hún hefur einnig starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga Fest. „Ég hef gaman af öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, og það er svo fjölbreytt í hverju það getur falist,“ segir hún. Sigríður Bylgja er handritshöfundur og er að leggja lokahönd á framleiðslu heimildarmyndarinnar Use Less í samstarfi við Vesturport og Vakandi. „Heimildarmyndin fjallar um matar- og tískusóun og er gagnrýni á neysluhyggjuna í því samfélagi sem við búum í. Hún er á ensku og er hugsuð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað.“ Maki Sigríðar Bylgju er Ingólfur Þorsteinsson matreiðslumaður. Helstu áhugamál hennar eru veiði og sund og ferðalög almennt. Sigríður Bylgja segir sérstaklega eftirminnilega ferð þegar hún var í starfsnámi um tíma í Belís í Mið-Ameríku og fór og lærði köfun í frægum neðansjávarhelli undan ströndum Belís sem nefnist Bláa holan. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
„Þetta leggst virkilega vel í mig, Píratar eru stór flokkur og eiga mikið inni fyrir næstu alþingiskosningar þannig að ég hlakka til að koma að starfinu og innra skipulagi, það er rosalega mikið að gera í innra skipulaginu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir sem tók við starfi framkvæmdastjóra Pírata á dögunum. Um þrjátíu umsækjendur sóttu um stöðuna. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. „Í forgangi hjá mér er að fara og kynnast aðildarfélögunum og félögum sem eru í Pírötum og eru mjög virkir í innra starfinu. Fara meðal annars í heimsóknir til aðildarfélaganna okkar úti á landi og styrkja tengsl við landsbyggðina. Það er algjört forgangsatriði. Sýna mig og sjá aðra svo að fólk geti leitað til mín og ég geti miðlað,“ segir hún. Sigríður Bylgja er með BA-gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð „Mannvistfræði er tiltölulega nýtt nám. Þetta er mjög þverfaglegt nám þar sem áherslan er svolítið á valddreifingu, sjálfbærni og umhverfismál. Þetta er gagnrýnin samfélagsrýni getum við sagt,“ segir hún. Sigríður Bylgja hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Hún hefur einnig starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga Fest. „Ég hef gaman af öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, og það er svo fjölbreytt í hverju það getur falist,“ segir hún. Sigríður Bylgja er handritshöfundur og er að leggja lokahönd á framleiðslu heimildarmyndarinnar Use Less í samstarfi við Vesturport og Vakandi. „Heimildarmyndin fjallar um matar- og tískusóun og er gagnrýni á neysluhyggjuna í því samfélagi sem við búum í. Hún er á ensku og er hugsuð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað.“ Maki Sigríðar Bylgju er Ingólfur Þorsteinsson matreiðslumaður. Helstu áhugamál hennar eru veiði og sund og ferðalög almennt. Sigríður Bylgja segir sérstaklega eftirminnilega ferð þegar hún var í starfsnámi um tíma í Belís í Mið-Ameríku og fór og lærði köfun í frægum neðansjávarhelli undan ströndum Belís sem nefnist Bláa holan.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira