Viðskipti innlent

Bláa lónið hagnast um milljarða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýtt met var slegið í fjölda heimsókna í Bláa lónið árið 2015.
Nýtt met var slegið í fjölda heimsókna í Bláa lónið árið 2015. Vísir/GVA
Hagnaður Bláa lónsins á síðasta ári nam 2,3 milljörðum króna eftir skatta. Þá námu tekjur Bláa lónsins 7,9 milljörðum króna. Nýtt met var slegið í fjölda heimsókna í Bláa lónið árið 2015.

Aðalfundur félagsins sem haldin var í gær samþykkti að greiða um 1,4 milljarða í arð til hluthafa.

Hagnaður Bláa Lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 3.119 milljónir króna og var eiginfjárhlutfall 52 prósent.

Er þetta nokkur hagnaðaraukning frá uppgjöri fyrir árið 2014 þegar Bláa lónið hagnaðist um 1,8 milljarða eftir skatta.

Breytingar urðu á rekstrarumhverfi félagsins um síðustu áramót, en frá þeim tíma mun félagið skila virðisaukaskatti af öllum rekstri sínum. Áætlaður greiddur virðisaukaskattur til ríkissjóðs á þessu ári er 332 milljónir króna.

Grímur Sæmundsson, forstjóri Bláa lónsins segir að nýtt met jafi var sett í fjölda heimsókna í Bláa Lónið árið 2015 en þær voru 919 þúsund talsins. Í sumar munu 500 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

„Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar, sem í nú aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein, segir Grímur í tilkynningu frá Bláa lóninu.

„Áhersla Bláa Lónsins á gæði og upplifun gesta hefur borið góðan árangur eins og greina má af rekstrifélagsins árið 2015. Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ segir Grímur.

Uppfært kl. 12.40 með upplýsingum um breytt skil Bláa lónsins á virðisaukaskatti.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.