Viðskipti innlent

Bláa lónið velti tæpum 6 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Grímur Sæmundsson er forstjóri Bláa Lónsins.
Grímur Sæmundsson er forstjóri Bláa Lónsins. Vísir/GVA
Rekstrartekjur Bláa Lónsins ehf námu 39,8 milljónum evra á síðasta ári, jafnvirði rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar jukust um rúmar 8 milljónir evra milli ára. Félagið hagnaðist um 11,6 milljónir evra, jafnvirði 1,7 milljarði íslenskra króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 3,3 milljónir evra, eða 475 milljónir.

Dótturfélög Bláa Lónsins eru sex, Blue Lagoon Clinic ehf., Blue Lagoon International ehf., Blue Lagoon Travel ehf., Eldvörp ehf., Hótel Bláa Lónið ehf. og Íslenskar heilsulindir ehf.  

EBITDA ársins var 17 milljónir evra, jafnvirði 2,4 milljörðum íslenskra króna, eða 42% af veltu (árið 2013 var það 41%). Eigið fé félagsins í árslok nam 19,4 milljónum evra, eða 36% af heildarfjármagni. Stöðugildi hjá félaginu voru 256 í árslok 2014. Hluthafar í félagsins eru 58 og var fjöldi hluthafa óbreyttur á árinu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.