Hvetja til samstarfs einkaaðila og ríkis við fjárfestingar í innviðum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2016 21:30 Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að ríkið taki upp samstarf við einkaaðila um fjármögnun samgöngumannvirkja og telja að verkefni eins og að fækka einbreiðum brúm henti vel. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa Samtök atvinnulífsins slegist í hóp þeirra sem telja brýnt að hefja stórfelldar endurbætur á samgöngukerfi landsins og verja það frekari skemmdum. „Málið hvarfast kannski um það að það hafa ekki verið til fjármunir til að standa undir þessum málaflokki og þá verða menn að hafa víðsýni og þor til að kanna möguleg úrræði í því,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Við höfum dæmi í löndunum í kringum okkur þar sem menn hafa nýtt sér samstarf ríkis og einkaaðila á sviði innviðafjárfestinga, sem hafa fengið frábærar og mjög góðar einkunnir. Ísland er mjög aftarlega á merinni þegar kemur að þessu og í ljósi stöðunnar, sem uppi er, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við þurfum ekki að einhenda okkur í það verkefni að læra af góðri reynslu Norðmanna og annarra þjóða í þeim efnum.“Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir frá umsögn Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvalfjarðargöngin eru almennt talin velheppnað dæmi um fjármögnun og rekstur einkaaðila á samgöngumannvirki. Almar vill þó ekki nota hugtakið einkafjármögnun, segir að enska hugtakið sé „public-private partnership“. „Okkur finnst það mikilvægt því að þetta er eðlilegt og heilbrigt samstarf einka- og ríkisaðila, til þess bæði að fjármagna og reka samgöngumannvirki. Og auðvitað líka að skipta áhættunni á sanngjarnan hátt fyrir báða.“ Þótt slíkt samstarf sé helst tíðkað við stór verkefni telur Almar að einnig megi nýta það við smærri verkefni. „Við getum bara tekið sem dæmi einbreiðar brýr, sem menn vilja losna við af þjóðvegi númer 1. Það er hægt að setja það upp sem eitt verkefni. Þá eru kannski fjárhæðir og annað þess háttar orðið þess eðlis að það mætti allavega skoða þessa aðferðafræði,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tengdar fréttir Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að ríkið taki upp samstarf við einkaaðila um fjármögnun samgöngumannvirkja og telja að verkefni eins og að fækka einbreiðum brúm henti vel. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa Samtök atvinnulífsins slegist í hóp þeirra sem telja brýnt að hefja stórfelldar endurbætur á samgöngukerfi landsins og verja það frekari skemmdum. „Málið hvarfast kannski um það að það hafa ekki verið til fjármunir til að standa undir þessum málaflokki og þá verða menn að hafa víðsýni og þor til að kanna möguleg úrræði í því,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Við höfum dæmi í löndunum í kringum okkur þar sem menn hafa nýtt sér samstarf ríkis og einkaaðila á sviði innviðafjárfestinga, sem hafa fengið frábærar og mjög góðar einkunnir. Ísland er mjög aftarlega á merinni þegar kemur að þessu og í ljósi stöðunnar, sem uppi er, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við þurfum ekki að einhenda okkur í það verkefni að læra af góðri reynslu Norðmanna og annarra þjóða í þeim efnum.“Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir frá umsögn Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvalfjarðargöngin eru almennt talin velheppnað dæmi um fjármögnun og rekstur einkaaðila á samgöngumannvirki. Almar vill þó ekki nota hugtakið einkafjármögnun, segir að enska hugtakið sé „public-private partnership“. „Okkur finnst það mikilvægt því að þetta er eðlilegt og heilbrigt samstarf einka- og ríkisaðila, til þess bæði að fjármagna og reka samgöngumannvirki. Og auðvitað líka að skipta áhættunni á sanngjarnan hátt fyrir báða.“ Þótt slíkt samstarf sé helst tíðkað við stór verkefni telur Almar að einnig megi nýta það við smærri verkefni. „Við getum bara tekið sem dæmi einbreiðar brýr, sem menn vilja losna við af þjóðvegi númer 1. Það er hægt að setja það upp sem eitt verkefni. Þá eru kannski fjárhæðir og annað þess háttar orðið þess eðlis að það mætti allavega skoða þessa aðferðafræði,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Tengdar fréttir Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent