„Voðinn vís“ ef einhver nær korti og pinni saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 16:30 Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor mynd/aðsend Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir að korthafar séu almennt meðvitaðir um það að pin-númer greiðslukorts veiti aðgengi að kortinu og því passi fólk vel upp á það. Fyrirtækið brýni það fyrir viðskiptavinum sínum að passa upp á pinnið. Fyrr í dag sagði Vísir frá leiðinlegu atviki sem Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 10 dögum. Kreditkortinu hennar var þá stolið og náðu þjófarnir að taka út tæplega 160 þúsund krónur. Kristrún ber allt tjónið sjálf þar sem peningurinn var tekinn út með pinni og örgjörva kortsins. Samkvæmt reglum Visa er korthafi ábyrgur fyrir færslum sem staðfestar eru með pinni. Bergsveinn segir að sú regla gildi alls staðar í heiminum, sama hjá hvað kortafyrirtæki viðkomandi er. Þá sé það alveg ljóst af notkunarskilmálum greiðslukorta að svo sé.Mikilvægt að láta lögregluna vita „Kort og pin er í raun eins og handhafaábyrgð. Ef einhver nær korti og pinni saman, og hefur eitthvað slæmt í huga, þá er einfaldlega voðinn vís. Korthafar verða því að passa vel upp á að kort og pin séu aldrei saman, til dæmis pinnið á miða í veskinu eða í símanum, og þá þarf einnig að passa upp á að pin-innslátturinn sjáist ekki þegar verið er að borga,“ segir Bergsveinn. Hann segir að þó megi ekki gleyma því að þeir sem lendi í því að kortinu þeirra sé stolið og peningarnir teknir út af því séu fórnarlömb glæpa og því sé mikilvægt að láta lögregluna vita. Í einhverjum tilfellum er hægt að hafa uppi á þjófunum og fá einhvers konar málalok. Þannig leysist málin á öðrum vettvangi en hjá kortafyrirtækjunum.„Svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum“ Aðspurður segir Bergsveinn að mál af þessu tagi séu mjög óalgeng hjá Valitor. „Miðað við þann mikla fjölda færslna sem fara hér í gegn á hverju ári þá er svona sem betur fer óalgengt. Þá hefur pinnið haft góð áhrif á öryggi almennt eftir að það var innleitt en þetta er auðvitað mikil áminning um að passa sig mjög vel.“ Kort Kristrúnar var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð. Hún velti því þar af leiðandi fyrir sér hvort einhverjar viðvörunarbjöllur hefðu ekki átt að hringja hjá kortafyrirtækinu vegna þessarar miklu notkunar og það um miðja nótt. Bergsveinn segir að varðandi þetta verði að hafa í huga að mynstur korthafa geti verið mjög mismunandi. „Það er snúið að fylgjast með þessu en svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum. Svo þurfum við líka að taka tillit til persónuverndar korthafa og hvað við megum fylgjast mikið með.“ Bergsveinn ítrekar þó að Valitor sé alltaf að leita leiða til að bæta öryggi og því sé umræðan um þetta nauðsynleg og góð. Tengdar fréttir 160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir að korthafar séu almennt meðvitaðir um það að pin-númer greiðslukorts veiti aðgengi að kortinu og því passi fólk vel upp á það. Fyrirtækið brýni það fyrir viðskiptavinum sínum að passa upp á pinnið. Fyrr í dag sagði Vísir frá leiðinlegu atviki sem Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 10 dögum. Kreditkortinu hennar var þá stolið og náðu þjófarnir að taka út tæplega 160 þúsund krónur. Kristrún ber allt tjónið sjálf þar sem peningurinn var tekinn út með pinni og örgjörva kortsins. Samkvæmt reglum Visa er korthafi ábyrgur fyrir færslum sem staðfestar eru með pinni. Bergsveinn segir að sú regla gildi alls staðar í heiminum, sama hjá hvað kortafyrirtæki viðkomandi er. Þá sé það alveg ljóst af notkunarskilmálum greiðslukorta að svo sé.Mikilvægt að láta lögregluna vita „Kort og pin er í raun eins og handhafaábyrgð. Ef einhver nær korti og pinni saman, og hefur eitthvað slæmt í huga, þá er einfaldlega voðinn vís. Korthafar verða því að passa vel upp á að kort og pin séu aldrei saman, til dæmis pinnið á miða í veskinu eða í símanum, og þá þarf einnig að passa upp á að pin-innslátturinn sjáist ekki þegar verið er að borga,“ segir Bergsveinn. Hann segir að þó megi ekki gleyma því að þeir sem lendi í því að kortinu þeirra sé stolið og peningarnir teknir út af því séu fórnarlömb glæpa og því sé mikilvægt að láta lögregluna vita. Í einhverjum tilfellum er hægt að hafa uppi á þjófunum og fá einhvers konar málalok. Þannig leysist málin á öðrum vettvangi en hjá kortafyrirtækjunum.„Svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum“ Aðspurður segir Bergsveinn að mál af þessu tagi séu mjög óalgeng hjá Valitor. „Miðað við þann mikla fjölda færslna sem fara hér í gegn á hverju ári þá er svona sem betur fer óalgengt. Þá hefur pinnið haft góð áhrif á öryggi almennt eftir að það var innleitt en þetta er auðvitað mikil áminning um að passa sig mjög vel.“ Kort Kristrúnar var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð. Hún velti því þar af leiðandi fyrir sér hvort einhverjar viðvörunarbjöllur hefðu ekki átt að hringja hjá kortafyrirtækinu vegna þessarar miklu notkunar og það um miðja nótt. Bergsveinn segir að varðandi þetta verði að hafa í huga að mynstur korthafa geti verið mjög mismunandi. „Það er snúið að fylgjast með þessu en svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum. Svo þurfum við líka að taka tillit til persónuverndar korthafa og hvað við megum fylgjast mikið með.“ Bergsveinn ítrekar þó að Valitor sé alltaf að leita leiða til að bæta öryggi og því sé umræðan um þetta nauðsynleg og góð.
Tengdar fréttir 160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent