Jón Halldór: Dómari sló mig í bakið og kallaði mig fávita Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 17:05 Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur. Dominos-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira