Viðskipti innlent

Rekstur Landspítalans jákvæður um 56 milljónir

Bjarki Ármannsson skrifar
Rekstrarniðurstaða Landspítalans var jákvæð um 56 milljónir króna á árinu 2015.
Rekstrarniðurstaða Landspítalans var jákvæð um 56 milljónir króna á árinu 2015. Vísir/Vilhelm
Rekstrarniðurstaða Landspítalans var jákvæð um 56 milljónir króna á árinu 2015. Ársreikningur spítalans var kynntur á ársfundi sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi.

Gjöld spítalans á árinu námu alls rúmlega 54,6 milljörðum króna og hækkuðu þau um rúmlega ellefu prósent frá árinu 2014. Þar af voru laun langstærsti útgjaldaliðurinn, eða rúmlega 38,6 milljarðar.

Fjárheimildir spítalans til rekstrar hækkuðu sömuleiðis um þrettán prósent milli ára og námu rúmlega 54,7 milljörðum króna. Sértekjur voru þar af rúmlega 6,6 milljarðar. Velta Landspítalans á árinu nam tæplega 58 milljörðum.

Í máli Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, á ársfundinum kom meðal annars fram að fjölmenn verkföll starfsfólks spítalans á árinu leiddu til kostnaðarlækkunar, til dæmis þar sem aðgerðir féllu niður.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.