Amazon er vinsælasta netverslunin hérlendis Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Jeff Bezos, forstjóri Amazon vísir/getty Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næstvinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa viðskipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta netverslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild.Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautján prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næstvinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa viðskipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta netverslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild.Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautján prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira