Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair hrundu í dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,46 prósent í kauphöllinni í dag, í 3,7 milljarða króna viðskiptum.
Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,46 prósent í kauphöllinni í dag, í 3,7 milljarða króna viðskiptum. Vísir/Vilhelm
Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,46 prósent í kauphöllinni í dag, í 3,7 milljarða króna viðskiptum. Lækkunin hafði veruleg áhrif á úrvalsvísitöluna sem lækkaði um 4,06 prósent í dag, eða það mesta á einum degi í sex ár.

Lækkunin á hlutabréfum Icelandair Group má líklega rekja til þess að félagið greindi frá uppgjöri sínu á fyrsta ársfjórðungi 2016 eftir lokun markaði í gær. Í uppgjörinu kom fram að félagið hefði tapað 2,1 milljarði króna á tímabilinu.  Tapið er meira en á sama tíma fyrir ári þegar tapið nam 1,8 milljörðum króna.

Meiri hagnaður var hjá WOW Air en Icelandair á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Meiri hagnaður hjá WOW en Icelandair

Rekstrarhagnaður WOW air án afskrifta á fyrsta ársfjórðungi (EBITDA) var 680 milljónir króna og jókst um milljarð milli ára, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×