Um málsvörn Bjarna varðandi túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna Hrafn Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Meðal viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við ásökunum um vanskráningu eignarhaldsfélags í hagsmunaskrá þingmanna vorið 2009 er sú afdráttarlausa fullyrðing hans að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna nái ekki til eignarhaldsfélaga. Bjarni leggur þann skilning í orðalagið að skrá skuli „[h]eiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem alþingismaður á hlut í og fer yfir [tiltekin viðmið]“ að þess sé ekki krafist að þingmenn skrái félög sem ekki eru í atvinnurekstri. Þessi málsvörn Bjarna gefur tilefni til nokkurra athugasemda. 1. Ef litið er yfir sambærilegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna í öðrum ríkjum – s.s. í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu - fæst ekki betur séð en að þær nái allar skýrt til eignarhaldsfélaga. 2. Þótt greina megi á um nákvæmt vægi slíks samanburðar er þó ljóst að hann skiptir sérstöku máli í tilviki dönsku reglnanna, en í upplýsingum á vef Alþingis kemur fram að íslensku reglurnar séu samdar með hliðsjón af þeim dönsku (en einnig var horft til þeirra norsku). 3. Jafnvel þótt samanburður við reglur annarra ríkja væri settur til hliðar, að dönsku og norsku reglunum meðtöldum, þá stendur eftir að orðalagið sem málsvörn Bjarna byggir á er í besta falli tvírætt - en ef raunverulegur vafi leikur á því hvort orðalagið nái til eignarhaldsfélaga virðist það eðlileg krafa til þingmanna að þeir hafi varann á og skrái slík félög. Þótt túlkun reglnanna sé í einhverjum skilningi „á ábyrgð þingmanna sjálfra,“ þá bera þeir þá ábyrgð gagnvart almenningi en ekki sjálfum sér. Auk þess kemur það skýrt fram í reglunum að skrifstofa Alþingis geti veitt upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd skráningar. 4. Þá er eðlilegt að gefa gaum að tiltekinni skýringarreglu sem fram kemur í athugasemdum frumvarps að stjórnsýslulögum, þótt slík lög snúi að framkvæmdavaldi af ákveðnum toga en ekki löggjafarvaldi. Reglan er þess efnis að í vafatilvikum um það hvað teljist stjórnvaldsákvörðun beri að álykta „að lögin gildi fremur en að þau gildi ekki,“ á þeim grundvelli að þegar um er að ræða samskipti stjórnvalda og borgaranna sé rétt að skýra vafatilvik „til hagsbóta fyrir borgarann“ (sjá t.d. grein Róberts Spanó um stjórnsýslurétt í greinasafninu Um lög og rétt, bls. 123). Það er við hæfi að svipuð sjónarmið ráði för við túlkun tvíræðs orðalags í reglum um hagsmunaskráningu þingmanna - reglurnar eru settar til þess að gæta hagsmuna borgaranna gagnvart þeim sem fara með löggjafarvald. Auk þess eru slíkar reglur - rétt eins og stjórnsýslulögin - lágmarksreglur um hátterni valdhafa í samskiptum þeirra við borgarana. Það virðist því skýrt að það er á ábyrgð Bjarna - vilji hann halda þessari málsvörn til streitu - að sýna fram á það að einhverra hluta vegna séu afgerandi líkur á því að ætlunin með orðalagi íslensku reglnanna hafi verið að miðla þeim upplýsingum til þingmanna að eignarhaldsfélög séu undanskilin reglunum, ólíkt reglum annarra ríkja sem tekið hafa upp sambærilegar reglur. Ég hef ekki séð rök þess efnis í umræðunni og á afskaplega erfitt með að ímynda mér hvers konar gögn myndu gefa það til kynna yfirhöfuð og hvað þá á nægilega afgerandi hátt til þess að „trompa” sjónarmiðin hér að ofan. Í ljósi þessara athugasemda þykir mér einnig tilefni til þess að leggja það mat á framsetningu Bjarna á þessari tilteknu málsvörn í Kastljósi RÚV 5. apríl 2016, að hann hafi, sem þingmaður og ráðherra, talað niður til fréttamanns RÚV, og með því til almennings, þegar hann rökstuddi mál sitt með eftirfarandi orðum: „Reglur um hagsmunaskráningu tala um félög sem eru í atvinnurekstri. Það er þannig, þú skalt bara lesa þér betur til um reglurnar.“ Mér hefur margsinnis þótt Bjarni sýna vandaða getu til þess að eiga í samtali við fréttamenn og við almenning, en þessi orð bera ekki vott um þá virðingu fyrir reglum Alþingis, fréttamönnum og almenningi sem þjóðin á rétt á að kjörnir fulltrúar sýni, og eru ekki til þess fallin að skapa það margumrædda traust sem þingmönnum á Íslandi – utan stjórnar og innan – virðist bera saman um að sé meðal brýnustu verkefna íslenskra stjórnmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Meðal viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við ásökunum um vanskráningu eignarhaldsfélags í hagsmunaskrá þingmanna vorið 2009 er sú afdráttarlausa fullyrðing hans að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna nái ekki til eignarhaldsfélaga. Bjarni leggur þann skilning í orðalagið að skrá skuli „[h]eiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem alþingismaður á hlut í og fer yfir [tiltekin viðmið]“ að þess sé ekki krafist að þingmenn skrái félög sem ekki eru í atvinnurekstri. Þessi málsvörn Bjarna gefur tilefni til nokkurra athugasemda. 1. Ef litið er yfir sambærilegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna í öðrum ríkjum – s.s. í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu - fæst ekki betur séð en að þær nái allar skýrt til eignarhaldsfélaga. 2. Þótt greina megi á um nákvæmt vægi slíks samanburðar er þó ljóst að hann skiptir sérstöku máli í tilviki dönsku reglnanna, en í upplýsingum á vef Alþingis kemur fram að íslensku reglurnar séu samdar með hliðsjón af þeim dönsku (en einnig var horft til þeirra norsku). 3. Jafnvel þótt samanburður við reglur annarra ríkja væri settur til hliðar, að dönsku og norsku reglunum meðtöldum, þá stendur eftir að orðalagið sem málsvörn Bjarna byggir á er í besta falli tvírætt - en ef raunverulegur vafi leikur á því hvort orðalagið nái til eignarhaldsfélaga virðist það eðlileg krafa til þingmanna að þeir hafi varann á og skrái slík félög. Þótt túlkun reglnanna sé í einhverjum skilningi „á ábyrgð þingmanna sjálfra,“ þá bera þeir þá ábyrgð gagnvart almenningi en ekki sjálfum sér. Auk þess kemur það skýrt fram í reglunum að skrifstofa Alþingis geti veitt upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd skráningar. 4. Þá er eðlilegt að gefa gaum að tiltekinni skýringarreglu sem fram kemur í athugasemdum frumvarps að stjórnsýslulögum, þótt slík lög snúi að framkvæmdavaldi af ákveðnum toga en ekki löggjafarvaldi. Reglan er þess efnis að í vafatilvikum um það hvað teljist stjórnvaldsákvörðun beri að álykta „að lögin gildi fremur en að þau gildi ekki,“ á þeim grundvelli að þegar um er að ræða samskipti stjórnvalda og borgaranna sé rétt að skýra vafatilvik „til hagsbóta fyrir borgarann“ (sjá t.d. grein Róberts Spanó um stjórnsýslurétt í greinasafninu Um lög og rétt, bls. 123). Það er við hæfi að svipuð sjónarmið ráði för við túlkun tvíræðs orðalags í reglum um hagsmunaskráningu þingmanna - reglurnar eru settar til þess að gæta hagsmuna borgaranna gagnvart þeim sem fara með löggjafarvald. Auk þess eru slíkar reglur - rétt eins og stjórnsýslulögin - lágmarksreglur um hátterni valdhafa í samskiptum þeirra við borgarana. Það virðist því skýrt að það er á ábyrgð Bjarna - vilji hann halda þessari málsvörn til streitu - að sýna fram á það að einhverra hluta vegna séu afgerandi líkur á því að ætlunin með orðalagi íslensku reglnanna hafi verið að miðla þeim upplýsingum til þingmanna að eignarhaldsfélög séu undanskilin reglunum, ólíkt reglum annarra ríkja sem tekið hafa upp sambærilegar reglur. Ég hef ekki séð rök þess efnis í umræðunni og á afskaplega erfitt með að ímynda mér hvers konar gögn myndu gefa það til kynna yfirhöfuð og hvað þá á nægilega afgerandi hátt til þess að „trompa” sjónarmiðin hér að ofan. Í ljósi þessara athugasemda þykir mér einnig tilefni til þess að leggja það mat á framsetningu Bjarna á þessari tilteknu málsvörn í Kastljósi RÚV 5. apríl 2016, að hann hafi, sem þingmaður og ráðherra, talað niður til fréttamanns RÚV, og með því til almennings, þegar hann rökstuddi mál sitt með eftirfarandi orðum: „Reglur um hagsmunaskráningu tala um félög sem eru í atvinnurekstri. Það er þannig, þú skalt bara lesa þér betur til um reglurnar.“ Mér hefur margsinnis þótt Bjarni sýna vandaða getu til þess að eiga í samtali við fréttamenn og við almenning, en þessi orð bera ekki vott um þá virðingu fyrir reglum Alþingis, fréttamönnum og almenningi sem þjóðin á rétt á að kjörnir fulltrúar sýni, og eru ekki til þess fallin að skapa það margumrædda traust sem þingmönnum á Íslandi – utan stjórnar og innan – virðist bera saman um að sé meðal brýnustu verkefna íslenskra stjórnmála.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar