Viðskipti innlent

Finndu út hvar er best að búa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þegar upplýsingar um fjölskylduna eru slegnar inn kemur í ljós að Reykjavík er í 13. sæti yfir þau sveitarfélög þar sem hagstæðast er fyrir fjölskylduna að búa.
Þegar upplýsingar um fjölskylduna eru slegnar inn kemur í ljós að Reykjavík er í 13. sæti yfir þau sveitarfélög þar sem hagstæðast er fyrir fjölskylduna að búa. vísir/gva
Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem almenning gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við það að búa í ólíkum sveitarfélögum.

    

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að á vefnum, sem ber yfirskriftina Hvar er best að búa?, sé hægt að setja inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.

Þá má sjá yfirlit yfir yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna en einnig bera saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði milli ákveðinna sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um gjöld, skattheimtu og skuldsetningu á sveitastjórnarstigi.

Í tilkynningu Viðskiptaráðs er tekið dæmi um eftirfarandi fjölskyldu:

Foreldrar og tvö börn

Samanlögð laun foreldranna eru 1 milljón króna á mánuði fyrir skatt

Annað barnið er á leikskóla og hitt í grunnskóla

Fjölskyldan býr í 100 fm íbúð í Reykjavík

Þegar upplýsingar um fjölskylduna eru slegnar inn kemur í ljós að Reykjavík er í 13. sæti yfir þau sveitarfélög þar sem hagstæðast er fyrir fjölskylduna að búa. Miðað við gefnar forsendur fjölskyldunnar væri hagstæðast að búa í Grímsnes- og Grafningshreppi en óhagstæðast að búa á Grundarfirði.


Tengdar fréttir

Dýrt að sækja í Vesturbæinn

Gríðarlegur munur getur verið á leiguverði vestan og austan við Kringlumýrarbraut. Fermetraverðið er langhæst í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Að meðaltali er tæplega þrjátíu þúsund króna munur á leiguverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×