Viðskipti innlent

Sönn íslensk peningamál: Íslenska krónan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gert var grín að krónunni í myndbandinu.
Gert var grín að krónunni í myndbandinu.
Þröngt var á þingi á Ársfundi atvinnulífsins á fimmtudaginn í síðustu viku sem fram fór í Hörpu. Upphaflega stóð til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yrði meðal ræðumanna en svo fór reyndar ekki eftir umrótið í pólitíkinni dagana á undan.

Sönn íslensk peningamál voru sýnd á fundinum þar sem var fjallað um Stóra krónumálið „en saga íslensku krónunnar er þyrnum stráð,“ segir á vef Samtaka atvinnulífsins.

„Á köflum hefur hún verið meðal þeirra sterkustu í heimi en þess á milli valdið mörgum vonbrigðum. Krónan er sögð áhrifagjörn, ófyrirsjáanleg og jafnvel hættuleg.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sönn íslensk peningamál: Stóra krónumálið from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.


Tengdar fréttir

Karlar í miklum meirihluta stjórnar SA

Konur eru fimmtungur nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Enginn kynjakvóti gildir innan félagasamtaka eins og innan stjórna fyrirtækja. Dapurleg ásýnd að mati framkvæmdastýru Jafnréttisstofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×