Karlar í miklum meirihluta stjórnar SA Snærós Sindradóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 12. apríl 2016 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður SA, ávarpar gesti á aðalfundi SA. vísir/vilhelm Nýja stjórn Samtaka atvinnulífsins skipa sextán karlar en einungis fjórar konur. Auk þess er karl formaður stjórnar. Stjórnin var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór þann 7. apríl síðastliðinn. Konum í stjórninni fækkaði um eina milli ára. Konur í stjórninni eru Guðrún Hafsteinsdóttir frá Kjörís, Margrét Sanders frá Strategíu, Rannveig Grétarsdóttir frá Hvalaskoðun Reykjavíkur og Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, formanns SA, tilnefna aðildarfélög SA, til að mynda Samtök iðnaðarins og Samtök félaga í sjávarútvegi, nöfn í stjórn og kjörstjórn fer yfir tilnefningarnar og svo er kosið. Fimm nýir stjórnarmenn voru kosnir inn í stjórnina á fundinum, allt karlmenn. Þeir eru Árni Sigurjónsson frá Marel, Eiríkur Tómasson frá Þorbirni, Hermann Björnsson frá Sjóvá, Hörður Arnarson frá Landsvirkjun og Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.„Við erum ekki með reglur um kynjakvóta í stjórninni vegna þessa fyrirkomulags. Það getur alveg gerst að við förum að setja reglur um kynjakvóta. Þetta er ekki einföld ákvörðun, aðildarfélögin sem slík þurfa að koma að henni. Ég held þó að flest allir átti sig á þessu og sjái að það sé ástæða til að skoða þessi mál,“ segir Björgólfur Jóhannsson. „Þetta er náttúrulega ekki góð ásýnd fyrir atvinnulífið en endurspeglar að það eru miklu fleiri karlar sem eiga og stjórna fyrirtækjum heldur en konur. Þetta er einn veiki hlekkurinn,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Kynjakvóti gildir um stjórnir fyrirtækja en hið sama á ekki við um félagasamtök eins og Samtök atvinnulífsins. „Þó að jafnréttislögin kveði á um að það beri að jafna stöðu kynjanna sem mest þá er engin kvótaskylda á félagasamtökum. Hinsvegar er þetta dapurleg ásýnd. Samtök atvinnulífsins eru mjög valdamikið afl í samfélaginu og það er greinilegt að karlarnir gefa það nú ekki eftir svo glatt.“ Krístín segir að samtökin vanti jafnréttisstefnu eða sýn í jafnréttismálum. „Þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu að finnast það við hæfi að ásýnd þessara samtaka sé með þessum hætti. Þarna skortir jafnréttishugsun.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nýja stjórn Samtaka atvinnulífsins skipa sextán karlar en einungis fjórar konur. Auk þess er karl formaður stjórnar. Stjórnin var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór þann 7. apríl síðastliðinn. Konum í stjórninni fækkaði um eina milli ára. Konur í stjórninni eru Guðrún Hafsteinsdóttir frá Kjörís, Margrét Sanders frá Strategíu, Rannveig Grétarsdóttir frá Hvalaskoðun Reykjavíkur og Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, formanns SA, tilnefna aðildarfélög SA, til að mynda Samtök iðnaðarins og Samtök félaga í sjávarútvegi, nöfn í stjórn og kjörstjórn fer yfir tilnefningarnar og svo er kosið. Fimm nýir stjórnarmenn voru kosnir inn í stjórnina á fundinum, allt karlmenn. Þeir eru Árni Sigurjónsson frá Marel, Eiríkur Tómasson frá Þorbirni, Hermann Björnsson frá Sjóvá, Hörður Arnarson frá Landsvirkjun og Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.„Við erum ekki með reglur um kynjakvóta í stjórninni vegna þessa fyrirkomulags. Það getur alveg gerst að við förum að setja reglur um kynjakvóta. Þetta er ekki einföld ákvörðun, aðildarfélögin sem slík þurfa að koma að henni. Ég held þó að flest allir átti sig á þessu og sjái að það sé ástæða til að skoða þessi mál,“ segir Björgólfur Jóhannsson. „Þetta er náttúrulega ekki góð ásýnd fyrir atvinnulífið en endurspeglar að það eru miklu fleiri karlar sem eiga og stjórna fyrirtækjum heldur en konur. Þetta er einn veiki hlekkurinn,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Kynjakvóti gildir um stjórnir fyrirtækja en hið sama á ekki við um félagasamtök eins og Samtök atvinnulífsins. „Þó að jafnréttislögin kveði á um að það beri að jafna stöðu kynjanna sem mest þá er engin kvótaskylda á félagasamtökum. Hinsvegar er þetta dapurleg ásýnd. Samtök atvinnulífsins eru mjög valdamikið afl í samfélaginu og það er greinilegt að karlarnir gefa það nú ekki eftir svo glatt.“ Krístín segir að samtökin vanti jafnréttisstefnu eða sýn í jafnréttismálum. „Þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu að finnast það við hæfi að ásýnd þessara samtaka sé með þessum hætti. Þarna skortir jafnréttishugsun.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira