Nám í lýðræði - og íslensk umræðuhefð Tryggvi Gíslason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar