Söguleg fréttavika á vefmiðlum Tinni Sveinsson skrifar 13. apríl 2016 17:30 Nokkrar af mest lesnu fréttunum á Vísi síðustu viku. Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira