Söguleg fréttavika á vefmiðlum Tinni Sveinsson skrifar 13. apríl 2016 17:30 Nokkrar af mest lesnu fréttunum á Vísi síðustu viku. Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira