Söguleg fréttavika á vefmiðlum Tinni Sveinsson skrifar 13. apríl 2016 17:30 Nokkrar af mest lesnu fréttunum á Vísi síðustu viku. Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent