Hjálmar nefbrotinn en ætlar að spila með grímu í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 15:06 Hjálmar Stefánsson. Vísir/Auðunn og inssíða Hauka Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson ætlar ekki að láta brotið nef koma í veg fyrir það að hann spili í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Nú er komið í ljós að Hjálmar nefbrotnaði í þriðja leik Hauka og Tindastóls þegar hann fékk olnboga Darrel Lewis í andlitið. Hjálmar gat ekki spilað í fjórða leiknum en félagar hans kláruðu dæmið og komu liðinu í úrslitin án hans. „Ég nefbrotnaði en því var kippt aftur í lag. Það þýðir bara það að ég verð með grímu í næsta leik. Ég mun reyna mitt besta til þess að spila næsta leik," segir Hjálmar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? „Það var ekki gert neitt fyrst því það var ekki hægt að sjá þetta fyrir bólgunni. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í skoðun í morgun. Þeir þreifuðu á nefinu og það var greinilega skekkja í því. Þeir var bara deyft og nefinu kippt í lag," segir Hjálmar. Hjálmar segir að það hafi ekki verið það vont að láta rétta nefið sitt. „Ég verð nú að segja að höggið var verra," sagði Hjálmar. Hjálmar Stefánsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann hefur verið að dekka bestu sóknarmenn mótherjanna. Haukarnir mun því fagna endurkomu hans í liðið.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég get næstum því staðfest það að ég verð með í næsta leik," segir Hjálmar og hann er ekki með nein einkenni heilahristings. „Þau eru öll horfin og heilahristingurinn er ekkert vandamál núna," segir Hjálmar en hann þarf þó að verja brotna nefið á vellinum. „Ég held ég fái bara grímu lánaða frá Haukum. Því verður reddað það verður ekkert vandamál," segir Hjálmar og hann segir það hafa verið erfitt að geta ekki aðstoðað félagana í leik fjögur. „Það er versta tilfinning í heimi að sitja á bekknum og geta ekkert hjálpað til," segir Hjálmar. Það kemur í ljós annað kvöld hvort Haukar mæta KR eða Njarðvík í úrslitaeinvíginu sem hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. „Ég er að spá í því að fara á oddaleikinn enda langar mig að sjá hann," segir Hjálmar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04 Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30 Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson ætlar ekki að láta brotið nef koma í veg fyrir það að hann spili í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Nú er komið í ljós að Hjálmar nefbrotnaði í þriðja leik Hauka og Tindastóls þegar hann fékk olnboga Darrel Lewis í andlitið. Hjálmar gat ekki spilað í fjórða leiknum en félagar hans kláruðu dæmið og komu liðinu í úrslitin án hans. „Ég nefbrotnaði en því var kippt aftur í lag. Það þýðir bara það að ég verð með grímu í næsta leik. Ég mun reyna mitt besta til þess að spila næsta leik," segir Hjálmar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? „Það var ekki gert neitt fyrst því það var ekki hægt að sjá þetta fyrir bólgunni. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í skoðun í morgun. Þeir þreifuðu á nefinu og það var greinilega skekkja í því. Þeir var bara deyft og nefinu kippt í lag," segir Hjálmar. Hjálmar segir að það hafi ekki verið það vont að láta rétta nefið sitt. „Ég verð nú að segja að höggið var verra," sagði Hjálmar. Hjálmar Stefánsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann hefur verið að dekka bestu sóknarmenn mótherjanna. Haukarnir mun því fagna endurkomu hans í liðið.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég get næstum því staðfest það að ég verð með í næsta leik," segir Hjálmar og hann er ekki með nein einkenni heilahristings. „Þau eru öll horfin og heilahristingurinn er ekkert vandamál núna," segir Hjálmar en hann þarf þó að verja brotna nefið á vellinum. „Ég held ég fái bara grímu lánaða frá Haukum. Því verður reddað það verður ekkert vandamál," segir Hjálmar og hann segir það hafa verið erfitt að geta ekki aðstoðað félagana í leik fjögur. „Það er versta tilfinning í heimi að sitja á bekknum og geta ekkert hjálpað til," segir Hjálmar. Það kemur í ljós annað kvöld hvort Haukar mæta KR eða Njarðvík í úrslitaeinvíginu sem hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. „Ég er að spá í því að fara á oddaleikinn enda langar mig að sjá hann," segir Hjálmar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04 Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30 Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04
Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30
Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48