Gleym mér ei Haraldur Einarsson skrifar 2. apríl 2016 14:00 Ýmislegt gengur nú á í íslenskri pólitík. Vantrausttillögur eru ræddar og daðrað er við þá furðulegu alhæfingu að pólitíkusar hljóti nú hreinlega að vera spilltir fram í fingurgóma fyrst þeir tengjast erlendum félögum. Þá er kosið að líta framhjá staðreyndum á borð við að félag hafi aldrei verið starfandi eða að allir skattar hafi verið greiddir og allt bókhald sé á hreinu, merkilegt nokk. Umræða um einstaka persónuleg málefni ráðherra og annarra stjórnmálamanna hefur það í för með sér að þau góðu mál sem náð hafa í gegn á þessu kjörtímabili vilja stundum hverfa í mýrinni. Það er miður, því gríðarlegt efnahagslegt og samfélagslegt afrek hefur verið unnið síðustu þrjú ár.Bættur hagur heimilanna og ríkissjóðsFyrir kosningarnar 2013 lofaði Framsókn því að leiðrétta stökkbreyttar verðtryggðar húnæðisskuldir heimilanna, ekkert réttlætti það að lánþegar sætu einir uppi með afleiðingar af völdum efnahagshrunsins. Strax um sumarið 2013 var lagt af stað í undirbúning þeirrar vinnu og skilaði það sér til neytenda um áramótin 2014-2015. Leiðréttingin var fjármögnuð með svokölluðum bankaskatti, sem lagður var á þrotabú gömlu bankanna. Á sama tíma var auðveldað fólki að festa kaup á fasteign með séreignarlífeyris-sparnaðarleiðinni, að hægt væri að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði. Þetta var eitt af stærstu málum okkar og var þarna unninn mikill sigur fyrir íslenskan almenning. Annað stærra mál var afnám fjármagnshafta. Þar var 1.200 milljarða króna vandi leystur án þess að stefna hagsmunum þjóðarinnar í hættu, með því að koma í veg fyrir að slík upphæð myndi hellast inná gjaldeyrismarkaðinn. Þannig var slitabúum bankanna gert að greiða stöðugleikaframlag sem nemur um 500 milljörðum króna og mun renna í ríkissjóð. Auk þess verður hinn svokallaði aflandskrónuvandi leystur með uppboði á gjaldeyri. Vinna við undirbúning þess hefur dregist nokkuð en áætlunin er óbreytt hvað þetta varðar og undirbúningur er í gangi í Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Þessi vinna mun lyfta gríðarþungm bagga af herðum þjóðarinnar.Áþreifanlegur árangurTil marks um þann árangur sem náðst hefur síðastliðin ár að kaupmáttur á Íslandi hefur aldrei nokkurn tímann mælst meiri en hann er í dag, atvinnuleysi mælist í 3,6% og er það Evrópumet, þeim fækkar sem þurfa fjárhagsaðstoð, tekjujöfnuður er meiri en nokkurn tímann frá því mælingar hófust og hamingja og jákvæðni Íslendinga eykst með hverju árinu, eftir mikla dýfu í kjölfar efnahagshrunsins. Við höfum einnig skapað okkur stóran sess í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og atvinnulífið hefur tekið hressilega við sér með auknum fjárfestingum og umsvifum. Gagnrýni á vissulega alltaf rétt á sér, svo lengi sem hún er málefnaleg. Við megum hins vegar ekki afskrifa allt og gleyma því sem vel hefur verið gert þegar önnur umdeild mál -persónuleg mál- eru til umræðu í samfélaginu, því góðu málin eru nefninlega ansi mörg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt gengur nú á í íslenskri pólitík. Vantrausttillögur eru ræddar og daðrað er við þá furðulegu alhæfingu að pólitíkusar hljóti nú hreinlega að vera spilltir fram í fingurgóma fyrst þeir tengjast erlendum félögum. Þá er kosið að líta framhjá staðreyndum á borð við að félag hafi aldrei verið starfandi eða að allir skattar hafi verið greiddir og allt bókhald sé á hreinu, merkilegt nokk. Umræða um einstaka persónuleg málefni ráðherra og annarra stjórnmálamanna hefur það í för með sér að þau góðu mál sem náð hafa í gegn á þessu kjörtímabili vilja stundum hverfa í mýrinni. Það er miður, því gríðarlegt efnahagslegt og samfélagslegt afrek hefur verið unnið síðustu þrjú ár.Bættur hagur heimilanna og ríkissjóðsFyrir kosningarnar 2013 lofaði Framsókn því að leiðrétta stökkbreyttar verðtryggðar húnæðisskuldir heimilanna, ekkert réttlætti það að lánþegar sætu einir uppi með afleiðingar af völdum efnahagshrunsins. Strax um sumarið 2013 var lagt af stað í undirbúning þeirrar vinnu og skilaði það sér til neytenda um áramótin 2014-2015. Leiðréttingin var fjármögnuð með svokölluðum bankaskatti, sem lagður var á þrotabú gömlu bankanna. Á sama tíma var auðveldað fólki að festa kaup á fasteign með séreignarlífeyris-sparnaðarleiðinni, að hægt væri að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði. Þetta var eitt af stærstu málum okkar og var þarna unninn mikill sigur fyrir íslenskan almenning. Annað stærra mál var afnám fjármagnshafta. Þar var 1.200 milljarða króna vandi leystur án þess að stefna hagsmunum þjóðarinnar í hættu, með því að koma í veg fyrir að slík upphæð myndi hellast inná gjaldeyrismarkaðinn. Þannig var slitabúum bankanna gert að greiða stöðugleikaframlag sem nemur um 500 milljörðum króna og mun renna í ríkissjóð. Auk þess verður hinn svokallaði aflandskrónuvandi leystur með uppboði á gjaldeyri. Vinna við undirbúning þess hefur dregist nokkuð en áætlunin er óbreytt hvað þetta varðar og undirbúningur er í gangi í Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Þessi vinna mun lyfta gríðarþungm bagga af herðum þjóðarinnar.Áþreifanlegur árangurTil marks um þann árangur sem náðst hefur síðastliðin ár að kaupmáttur á Íslandi hefur aldrei nokkurn tímann mælst meiri en hann er í dag, atvinnuleysi mælist í 3,6% og er það Evrópumet, þeim fækkar sem þurfa fjárhagsaðstoð, tekjujöfnuður er meiri en nokkurn tímann frá því mælingar hófust og hamingja og jákvæðni Íslendinga eykst með hverju árinu, eftir mikla dýfu í kjölfar efnahagshrunsins. Við höfum einnig skapað okkur stóran sess í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og atvinnulífið hefur tekið hressilega við sér með auknum fjárfestingum og umsvifum. Gagnrýni á vissulega alltaf rétt á sér, svo lengi sem hún er málefnaleg. Við megum hins vegar ekki afskrifa allt og gleyma því sem vel hefur verið gert þegar önnur umdeild mál -persónuleg mál- eru til umræðu í samfélaginu, því góðu málin eru nefninlega ansi mörg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar