Erum við tilbúin? Úrsúla Jünemann skrifar 7. apríl 2016 07:00 Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland, og það á öllum tímum ársins. Spáð er að fjöldi ferðamanna muni fara yfir 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að taka á móti þeim öllum þannig að það verði okkur til sóma og gestirnir okkar fara glaðir heim eftir ánægjulega dvöl hér? Flestir sem koma hingað vilja upplifa sérstaka og fallega náttúru, vilja fara burt frá fjölmenni, hávaða og hraða sem setja mark sitt á líf nútímamannsins. Ísland er auglýst sem hreint og óspillt land með einstakt ósnortið víðerni inn til landsins sem finnst ekki lengur á mörgum stöðum í veröldinni. Íslendingar eru sagðir gestrisnir, vingjarnlegir og hjálpsamir. Þetta hljómar allt vel en er það svona í dag? Margir landsmenn hugsa því miður skammt fram í tímann og vilja helst verða ríkir á einni nóttu. Sjósókn, stóriðja, loðdýrarækt, fiskeldi, fjármálasnilld – nefndu það bara. Eitt gullgrafaraæði rak það næsta. Menn stukku til og hugsuðu stórt án þess að spá í langtímaáhrif og hliðarverkanir sem fylgja oft allt of hraðri uppbyggingu af einhverju tagi. Og nýjasta mjólkurkýrin sem allir vilja græða á er ferðamaðurinn. En til þess að kýrin mjólki vel þarf líka að gefa henni að éta og hugsa vel um hana. Að öðru leyti liggur vegurinn niður í móti eftir að menn eru búnir að blóðmjólka bestu kúna sína. Á síðustu árum gerðist það að græðgin hefur farið að bera á sér í ferðaþjónustunni. Okurverð fyrir veitingar á fjölsóttum stöðum, rukkun af landeigendum fyrir það eitt að skoða landið og vera úti í náttúrunni, ólöglegir gististaðir er því miður orðið mjög algengt. Gestrisnir og vinsamlegir Íslendingar? Og svo er það óspillta, hreina náttúran, helsta djásnið okkar sem ferðamenn koma til að upplifa. En hvað sjá ferðamenn til dæmis sem heimsækja þessa margrómuðu náttúruperlu sem heitir Mývatn? Græna, slímuga þörungasúpu á sumri þar sem næstum ekkert líf þrífst lengur. Ofauðgað vatn sem fær allt of mörg næringarefni frá skólpi og áburði sem seytla út í vatnið. Eftir að búið er að drepa Lagarfljótið með virkjunarbrjálæðinu við Kárahnjúka, er Mývatn þá næst? Hvað bíður manna sem vilja skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Hálka og slysahætta á veturna og kraðak og endalausar biðraðir á sumrin. Til þess að kóróna þetta hefur útsýnisflug með þyrlum aukist mjög þannig að menn geta oft ekki talað saman né heyrt í fossinum vegna hávaða. Það færist því miður í aukana að menn fara óánægðir héðan vegna þess að þeir fengu ekki það sem þeir sóttust eftir. En ánægðir ferðamenn eru nú bara besta auglýsingin.Svo, hvað er til ráða? Uppbygging ferðamannastaða kostar fé – og mun meira ef beðið er lengur eftir að aðhafast eitthvað sem nauðsynlegt er að gera. Hér þarf utanumhald af hálfu ríkisins, og það af festu og sanngirni. Sjóður þarf að vera til þar sem allir geta sótt um styrki sem eiga einkaland sem er heimsótt af ferðamönnum og þarf viðhald og þjónustu. Í þennan sjóð þurfa allir að greiða sinn skerf við komu til landsins. Allir munu skilja þetta og mér þætti einnig í lagi að borga þetta gjald þegar ég kem heim til stuðnings við náttúruvernd. Hvers vegna ekki? Líka ég nota göngustíga, les upplýsingatöflur og nýt alls konar þjónustu á ferðum mínum um landið. En þá verður líka að taka strangt á því að banna alls konar aukarukkun eins og gerist núna til dæmis við Kerið. Miðhálendið á að vera þjóðgarður í heild sinni þar sem mjög ströng lög ríkja um mannvirkjagerð og umferð. Nægilegur mannskapur af menntuðum vörðum munu þar sjá um fræðslu og eftirlit. Bara þannig getum við varðveitt þetta stórkostlega svæði til framtíðar. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum málum, nógu mörg góð dæmi eru um uppbyggingu og rekstur þjóðgarða í mörgum löndum heims. Slysum hefur því miður fjölgað á síðustu árum. Til þess að Ísland muni áfram gilda sem öruggt ferðaland þarf að finna lausn til að fækka slysum. Að skera niður í löggæslu er auðvitað óðs manns æði og ekki í neinu samræmi við þróun ferðamála hér á landi. Hugsa sér: Í Reynisfjöru til dæmis þar sem vitað er að hætta sé á ferðinni dugðu peningar fyrir virkt eftirlit einungis í tvær vikur! Svona lagað gengur ekki. Og björgunarsveitir landsins þurfa að fá mun hærri fjárhagsstyrki til að geta sinnt sínu starfi. Upplýsingar til ferðamanna sem fara á eigin vegum þarf að stórbæta þannig að menn geri sér grein fyrir hættunum sem gætu verið á ferðinni. Að menn ana út í vitleysur út af vanþekkingu hefur ekkert með ævintýri að gera. Það væri hægt að skrifa miklu lengri og ýtarlegri grein um þetta málefni og ég vona að fleiri taki þátt í þessari umræðu. Ísland er einfaldlega ekki neinn „gleðibanki“ þar sem allir taka bara út en leggja ekkert inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland, og það á öllum tímum ársins. Spáð er að fjöldi ferðamanna muni fara yfir 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að taka á móti þeim öllum þannig að það verði okkur til sóma og gestirnir okkar fara glaðir heim eftir ánægjulega dvöl hér? Flestir sem koma hingað vilja upplifa sérstaka og fallega náttúru, vilja fara burt frá fjölmenni, hávaða og hraða sem setja mark sitt á líf nútímamannsins. Ísland er auglýst sem hreint og óspillt land með einstakt ósnortið víðerni inn til landsins sem finnst ekki lengur á mörgum stöðum í veröldinni. Íslendingar eru sagðir gestrisnir, vingjarnlegir og hjálpsamir. Þetta hljómar allt vel en er það svona í dag? Margir landsmenn hugsa því miður skammt fram í tímann og vilja helst verða ríkir á einni nóttu. Sjósókn, stóriðja, loðdýrarækt, fiskeldi, fjármálasnilld – nefndu það bara. Eitt gullgrafaraæði rak það næsta. Menn stukku til og hugsuðu stórt án þess að spá í langtímaáhrif og hliðarverkanir sem fylgja oft allt of hraðri uppbyggingu af einhverju tagi. Og nýjasta mjólkurkýrin sem allir vilja græða á er ferðamaðurinn. En til þess að kýrin mjólki vel þarf líka að gefa henni að éta og hugsa vel um hana. Að öðru leyti liggur vegurinn niður í móti eftir að menn eru búnir að blóðmjólka bestu kúna sína. Á síðustu árum gerðist það að græðgin hefur farið að bera á sér í ferðaþjónustunni. Okurverð fyrir veitingar á fjölsóttum stöðum, rukkun af landeigendum fyrir það eitt að skoða landið og vera úti í náttúrunni, ólöglegir gististaðir er því miður orðið mjög algengt. Gestrisnir og vinsamlegir Íslendingar? Og svo er það óspillta, hreina náttúran, helsta djásnið okkar sem ferðamenn koma til að upplifa. En hvað sjá ferðamenn til dæmis sem heimsækja þessa margrómuðu náttúruperlu sem heitir Mývatn? Græna, slímuga þörungasúpu á sumri þar sem næstum ekkert líf þrífst lengur. Ofauðgað vatn sem fær allt of mörg næringarefni frá skólpi og áburði sem seytla út í vatnið. Eftir að búið er að drepa Lagarfljótið með virkjunarbrjálæðinu við Kárahnjúka, er Mývatn þá næst? Hvað bíður manna sem vilja skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Hálka og slysahætta á veturna og kraðak og endalausar biðraðir á sumrin. Til þess að kóróna þetta hefur útsýnisflug með þyrlum aukist mjög þannig að menn geta oft ekki talað saman né heyrt í fossinum vegna hávaða. Það færist því miður í aukana að menn fara óánægðir héðan vegna þess að þeir fengu ekki það sem þeir sóttust eftir. En ánægðir ferðamenn eru nú bara besta auglýsingin.Svo, hvað er til ráða? Uppbygging ferðamannastaða kostar fé – og mun meira ef beðið er lengur eftir að aðhafast eitthvað sem nauðsynlegt er að gera. Hér þarf utanumhald af hálfu ríkisins, og það af festu og sanngirni. Sjóður þarf að vera til þar sem allir geta sótt um styrki sem eiga einkaland sem er heimsótt af ferðamönnum og þarf viðhald og þjónustu. Í þennan sjóð þurfa allir að greiða sinn skerf við komu til landsins. Allir munu skilja þetta og mér þætti einnig í lagi að borga þetta gjald þegar ég kem heim til stuðnings við náttúruvernd. Hvers vegna ekki? Líka ég nota göngustíga, les upplýsingatöflur og nýt alls konar þjónustu á ferðum mínum um landið. En þá verður líka að taka strangt á því að banna alls konar aukarukkun eins og gerist núna til dæmis við Kerið. Miðhálendið á að vera þjóðgarður í heild sinni þar sem mjög ströng lög ríkja um mannvirkjagerð og umferð. Nægilegur mannskapur af menntuðum vörðum munu þar sjá um fræðslu og eftirlit. Bara þannig getum við varðveitt þetta stórkostlega svæði til framtíðar. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum málum, nógu mörg góð dæmi eru um uppbyggingu og rekstur þjóðgarða í mörgum löndum heims. Slysum hefur því miður fjölgað á síðustu árum. Til þess að Ísland muni áfram gilda sem öruggt ferðaland þarf að finna lausn til að fækka slysum. Að skera niður í löggæslu er auðvitað óðs manns æði og ekki í neinu samræmi við þróun ferðamála hér á landi. Hugsa sér: Í Reynisfjöru til dæmis þar sem vitað er að hætta sé á ferðinni dugðu peningar fyrir virkt eftirlit einungis í tvær vikur! Svona lagað gengur ekki. Og björgunarsveitir landsins þurfa að fá mun hærri fjárhagsstyrki til að geta sinnt sínu starfi. Upplýsingar til ferðamanna sem fara á eigin vegum þarf að stórbæta þannig að menn geri sér grein fyrir hættunum sem gætu verið á ferðinni. Að menn ana út í vitleysur út af vanþekkingu hefur ekkert með ævintýri að gera. Það væri hægt að skrifa miklu lengri og ýtarlegri grein um þetta málefni og ég vona að fleiri taki þátt í þessari umræðu. Ísland er einfaldlega ekki neinn „gleðibanki“ þar sem allir taka bara út en leggja ekkert inn.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar