Skýra þarf stefnuna betur fyrir almenningi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson á kynningu Seðlabankans á síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans. vísir/Ernir Seðlabankinn þarf að gera meira í að auka skilning á mikilvægi verðstöðugleika og auka skilning almennings og stjórnmálamanna á gangverki og hlutverki peningastefnunnar. Þetta segir í nýju riti Samtaka atvinnulífsins sem heitir Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Ritið verður kynnt á ársfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer í dag. Samtök atvinnulífsins segja almenna fræðslu vera mikilvæga og Seðlabankanum beri að líta til reynslu annarra seðlabanka sem hafa lagt sig fram um að fræða almenning á auðskiljanlegan hátt um kosti og virkni þeirrar stefnu sem þeir fylgja.Þorsteinn Víglundsson„Gagnrýni okkar snýr fyrst og fremst að því að þegar Seðlabankinn tjáir sig um peningastefnuna, þá tjáir hann sig með mjög fræðilegu yfirbragði. Það má segja að markhópurinn sé þá hagfræðingar og áhugamenn um peningastefnu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir allt of lítið gert í því að vera með almennilegt kynningarefni sem beint er að almenningi um mikilvægi verðlagsstöðugleikans, skaðleg áhrif verðbólgu á efnahagslífið og af hverju unnið er út frá því verðbólgmarkmiði sem sett hefur verið. „Fyrir vikið hefur stuðningurinn við þá peningastefnu sem við höfum verið með afar takmarkaður,“ segir hann. Þorsteinn segir kjarna málflutnings Samtaka atvinnulífsins vera þann að þingið setji Seðlabankanum peningastefnuna en áskilji sér hins vegar rétt til að gagnrýna Seðlabankann í bak og fyrir þegar hann vinnur eftir henni með því að beita stýrivöxtum þegar þess sé þörf. Þá þurfi stjórnmálamenn að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og ekki vinna gegn peningastefnunni með of lausu taumhaldi. Hið sama megi segja um aðila vinnumarkaðarins, sem gagnrýni bankann en geri lítið í að stuðla að verðlagsstöðugleika og axla þá ábyrgð og það hlutverk sem kjarasamningar óhjákvæmilega hafa í verðlagsstöðugleika. Hann bendir á að ef ríkisfjármálin eru með þeim hætti að þau skapi þenslu og vinnumarkaðurinn með þeim hætti að þar sé samið um launahækkanir langt umfram það sem samræmist verðstöðugleika þá náist hann aldrei. „Það að Seðlabankinn vinni út frá verðbólgumarkmiði gerir hann ekki að eina handhafa þess verkefnis heldur verða stjórnmálamenn og vinnumarkaðurinn að styðja við það,“ segir Þorsteinn og bendir á að peningastefnan hafi þrjá arma; peningamálastjórn, aðila vinnumarkaðarins og ríkisfjármálin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Seðlabankinn þarf að gera meira í að auka skilning á mikilvægi verðstöðugleika og auka skilning almennings og stjórnmálamanna á gangverki og hlutverki peningastefnunnar. Þetta segir í nýju riti Samtaka atvinnulífsins sem heitir Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Ritið verður kynnt á ársfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer í dag. Samtök atvinnulífsins segja almenna fræðslu vera mikilvæga og Seðlabankanum beri að líta til reynslu annarra seðlabanka sem hafa lagt sig fram um að fræða almenning á auðskiljanlegan hátt um kosti og virkni þeirrar stefnu sem þeir fylgja.Þorsteinn Víglundsson„Gagnrýni okkar snýr fyrst og fremst að því að þegar Seðlabankinn tjáir sig um peningastefnuna, þá tjáir hann sig með mjög fræðilegu yfirbragði. Það má segja að markhópurinn sé þá hagfræðingar og áhugamenn um peningastefnu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir allt of lítið gert í því að vera með almennilegt kynningarefni sem beint er að almenningi um mikilvægi verðlagsstöðugleikans, skaðleg áhrif verðbólgu á efnahagslífið og af hverju unnið er út frá því verðbólgmarkmiði sem sett hefur verið. „Fyrir vikið hefur stuðningurinn við þá peningastefnu sem við höfum verið með afar takmarkaður,“ segir hann. Þorsteinn segir kjarna málflutnings Samtaka atvinnulífsins vera þann að þingið setji Seðlabankanum peningastefnuna en áskilji sér hins vegar rétt til að gagnrýna Seðlabankann í bak og fyrir þegar hann vinnur eftir henni með því að beita stýrivöxtum þegar þess sé þörf. Þá þurfi stjórnmálamenn að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og ekki vinna gegn peningastefnunni með of lausu taumhaldi. Hið sama megi segja um aðila vinnumarkaðarins, sem gagnrýni bankann en geri lítið í að stuðla að verðlagsstöðugleika og axla þá ábyrgð og það hlutverk sem kjarasamningar óhjákvæmilega hafa í verðlagsstöðugleika. Hann bendir á að ef ríkisfjármálin eru með þeim hætti að þau skapi þenslu og vinnumarkaðurinn með þeim hætti að þar sé samið um launahækkanir langt umfram það sem samræmist verðstöðugleika þá náist hann aldrei. „Það að Seðlabankinn vinni út frá verðbólgumarkmiði gerir hann ekki að eina handhafa þess verkefnis heldur verða stjórnmálamenn og vinnumarkaðurinn að styðja við það,“ segir Þorsteinn og bendir á að peningastefnan hafi þrjá arma; peningamálastjórn, aðila vinnumarkaðarins og ríkisfjármálin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira