Skýra þarf stefnuna betur fyrir almenningi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson á kynningu Seðlabankans á síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans. vísir/Ernir Seðlabankinn þarf að gera meira í að auka skilning á mikilvægi verðstöðugleika og auka skilning almennings og stjórnmálamanna á gangverki og hlutverki peningastefnunnar. Þetta segir í nýju riti Samtaka atvinnulífsins sem heitir Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Ritið verður kynnt á ársfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer í dag. Samtök atvinnulífsins segja almenna fræðslu vera mikilvæga og Seðlabankanum beri að líta til reynslu annarra seðlabanka sem hafa lagt sig fram um að fræða almenning á auðskiljanlegan hátt um kosti og virkni þeirrar stefnu sem þeir fylgja.Þorsteinn Víglundsson„Gagnrýni okkar snýr fyrst og fremst að því að þegar Seðlabankinn tjáir sig um peningastefnuna, þá tjáir hann sig með mjög fræðilegu yfirbragði. Það má segja að markhópurinn sé þá hagfræðingar og áhugamenn um peningastefnu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir allt of lítið gert í því að vera með almennilegt kynningarefni sem beint er að almenningi um mikilvægi verðlagsstöðugleikans, skaðleg áhrif verðbólgu á efnahagslífið og af hverju unnið er út frá því verðbólgmarkmiði sem sett hefur verið. „Fyrir vikið hefur stuðningurinn við þá peningastefnu sem við höfum verið með afar takmarkaður,“ segir hann. Þorsteinn segir kjarna málflutnings Samtaka atvinnulífsins vera þann að þingið setji Seðlabankanum peningastefnuna en áskilji sér hins vegar rétt til að gagnrýna Seðlabankann í bak og fyrir þegar hann vinnur eftir henni með því að beita stýrivöxtum þegar þess sé þörf. Þá þurfi stjórnmálamenn að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og ekki vinna gegn peningastefnunni með of lausu taumhaldi. Hið sama megi segja um aðila vinnumarkaðarins, sem gagnrýni bankann en geri lítið í að stuðla að verðlagsstöðugleika og axla þá ábyrgð og það hlutverk sem kjarasamningar óhjákvæmilega hafa í verðlagsstöðugleika. Hann bendir á að ef ríkisfjármálin eru með þeim hætti að þau skapi þenslu og vinnumarkaðurinn með þeim hætti að þar sé samið um launahækkanir langt umfram það sem samræmist verðstöðugleika þá náist hann aldrei. „Það að Seðlabankinn vinni út frá verðbólgumarkmiði gerir hann ekki að eina handhafa þess verkefnis heldur verða stjórnmálamenn og vinnumarkaðurinn að styðja við það,“ segir Þorsteinn og bendir á að peningastefnan hafi þrjá arma; peningamálastjórn, aðila vinnumarkaðarins og ríkisfjármálin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Seðlabankinn þarf að gera meira í að auka skilning á mikilvægi verðstöðugleika og auka skilning almennings og stjórnmálamanna á gangverki og hlutverki peningastefnunnar. Þetta segir í nýju riti Samtaka atvinnulífsins sem heitir Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Ritið verður kynnt á ársfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer í dag. Samtök atvinnulífsins segja almenna fræðslu vera mikilvæga og Seðlabankanum beri að líta til reynslu annarra seðlabanka sem hafa lagt sig fram um að fræða almenning á auðskiljanlegan hátt um kosti og virkni þeirrar stefnu sem þeir fylgja.Þorsteinn Víglundsson„Gagnrýni okkar snýr fyrst og fremst að því að þegar Seðlabankinn tjáir sig um peningastefnuna, þá tjáir hann sig með mjög fræðilegu yfirbragði. Það má segja að markhópurinn sé þá hagfræðingar og áhugamenn um peningastefnu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir allt of lítið gert í því að vera með almennilegt kynningarefni sem beint er að almenningi um mikilvægi verðlagsstöðugleikans, skaðleg áhrif verðbólgu á efnahagslífið og af hverju unnið er út frá því verðbólgmarkmiði sem sett hefur verið. „Fyrir vikið hefur stuðningurinn við þá peningastefnu sem við höfum verið með afar takmarkaður,“ segir hann. Þorsteinn segir kjarna málflutnings Samtaka atvinnulífsins vera þann að þingið setji Seðlabankanum peningastefnuna en áskilji sér hins vegar rétt til að gagnrýna Seðlabankann í bak og fyrir þegar hann vinnur eftir henni með því að beita stýrivöxtum þegar þess sé þörf. Þá þurfi stjórnmálamenn að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og ekki vinna gegn peningastefnunni með of lausu taumhaldi. Hið sama megi segja um aðila vinnumarkaðarins, sem gagnrýni bankann en geri lítið í að stuðla að verðlagsstöðugleika og axla þá ábyrgð og það hlutverk sem kjarasamningar óhjákvæmilega hafa í verðlagsstöðugleika. Hann bendir á að ef ríkisfjármálin eru með þeim hætti að þau skapi þenslu og vinnumarkaðurinn með þeim hætti að þar sé samið um launahækkanir langt umfram það sem samræmist verðstöðugleika þá náist hann aldrei. „Það að Seðlabankinn vinni út frá verðbólgumarkmiði gerir hann ekki að eina handhafa þess verkefnis heldur verða stjórnmálamenn og vinnumarkaðurinn að styðja við það,“ segir Þorsteinn og bendir á að peningastefnan hafi þrjá arma; peningamálastjórn, aðila vinnumarkaðarins og ríkisfjármálin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent