Viðskipti erlent

Panama ætlar að auka gegnsæi

Samúel Karl Ólason skrifar
Juan Carlos Varela, forseti Panama.
Juan Carlos Varela, forseti Panama. Vísir/AFP
Yfirvöld Panama ætla að stofna alþjóðlegt ráð sem á að vinna að því að auka gegnsæi varðandi svokölluð aflandsfélög sem rekin eru þar í landi. Leki Panamaskjalanna hefur leitt í ljós að lögmannastofan Mossack Fonseca hjálpaði skjólstæðingum sínum að svíkja undan sköttum og komast hjá viðskiptaþvingunum.

Nokkur ríki rannsaka nú mögulega glæpi borgara sinna samkvæmt BBC. Juan Carlos Varela, forseti Panama, tilkynnti stofnun ráðsins í nótt og sagði hann að yfirvöld Panama myndu vinna með rannsakendum annarra ríkja.

Áðurnefnt ráð yrði skipað sérfræðingum frá Panama og öðrum ríkjum og myndi það stinga upp á leiðum sem ríkið gæti farið til að auka gegnsæi fjármála- og dómskerfis Panama.


Tengdar fréttir

Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg

Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×