Viðskipti innlent

Nýi Landsbankinn segist ekki hafa veitt ráðgjöf við stofnun aflandsfélaga

ingvar haraldsson skrifar
Landsbankinn segist ekki hafa veitt ráðgjöf við stofnun aflandsfélaga frá því að nýr Landsbanki tók til starfa eftir bankahrunið 2008 og muni ekki gera það.

Í Panama-skjölunum svokölluðu sem fyrstu upplýsingar voru birtar úr í gær kom fram að Landsbankinn í Lúxemborg , sem var dótturfélag gamla Landsbankans, hafi verið í níunda sæti yfir fyrirtæki sem oftast hafi óskað eftir stofnun aflandsfélags hjá lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca sem staðsett er á Panama.

Nýi Landsbankinn leggur áherslu á að að sú starfsemi tengist ekki starfsemi hins nýja banka heldur gamla Landsbankanum.

Að veita ekki slíka ráðgjöf sé í samræmi við stefnu sem nýi Landsbankinn hafi sett árið 2010 þar sem mikil áhersla hafi verið lögð á samfélagslega ábyrgð segir í tilkynningu frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×