Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og hverfa til annarra starfa á nýjum vettvangi. Kolbeinn leiddi sameiningu hagsmunasamtaka innan sjávarútvegsins og varð fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem stofnuð voru 31. október 2014, segir í tilkynningu.
Í samtali við Vísi segist Kolbeinn hafa verið beðinn um að taka sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans, en aðalfundur félagsins fer fram í næstu viku.
Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) árið 2013.
Kolbeinn er lögfræðingur að mennt. Hann starfaði um árabil í sjávarútvegsráðuneytinu sem skrifstofustjóri og síðar sem fulltrúi þess í Brussel. Hann var lögfræðingur hjá Kaupþingi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mun stýra skrifstofu samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.
Kolbeinn Árnason hættir hjá SFS og fer í stjórn LBI
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent


Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent