Seðlabankinn sýknaður af tveggja milljarða kröfu Ursusar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2016 11:07 Heiðar Guðjónsson vísir/atnon Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af tæplega tveggja milljarða kröfu félags Heiðars Guðjónssonar, Ursus ehf. Árið 2010 hafði Heiðar í hyggju að kaupa 8,77 prósent í Sjóvá af ESÍ auk þess að eiga kauprétt á öðru eins. Ursus taldi að SÍ og ESÍ hefðu ekki staðið við bindandi kaupsamning sem komist hefði á á milli aðila. Því var hins vegar mótmælt af hálfu bankans að stofnast hefði til bindandi samkomulags. Á því var byggt til vara að teldist bindandi samningu ekki hafa stofnast að þá hefði Seðlabanki Íslands hlaupið frá kaupunum án málefnalegra og ólögmætra sjónarmiða. Ursus taldi að ESÍ hefði dregið sig í hlé eftir að bankinn kærði félagið fyrir brot á lögum um gjaldeyrismál. Það mál hafi síðar verið fellt niður. Niðurstaða dómara var sú að atvik málsins þess bentu til þess að félagið hefði sjálft, „af fúsum og frjálsum vilja tekið ákvörðun um að segja sig frá söluferlinu áður en bindandi samningur var gerður um kaupin“. Af sömu ástæðu var varakrafa stefnanda ekki tekin til greina. Tengdar fréttir Höfðar nýtt mál gegn Seðlabanka og fer fram á 1,9 milljarða Ursus ehf., félag Heiðars Más Guðjónssonar, hefur höfðað nýtt mál á hendur Seðlabankanum og Eignasafni Seðlabankans vegna söluferlisins á Sjóvá með hærri fjárkröfu. Fyrra mál hefur verið fellt niður. 18. desember 2014 11:18 Már vildi ekki Heiðar Má og tilkynnti það símleiðis Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti Heiðari Má símleiðis að hann vildi ekki að hann yrði meðal þeirra fjárfesta sem keyptu Sjóvá en seðlabankastjóra grunaði Heiðar Má um viðskipti með aflandskrónur í gegnum félag sitt Ursus capital ehf. 25. nóvember 2010 12:09 Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. 24. nóvember 2010 11:56 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af tæplega tveggja milljarða kröfu félags Heiðars Guðjónssonar, Ursus ehf. Árið 2010 hafði Heiðar í hyggju að kaupa 8,77 prósent í Sjóvá af ESÍ auk þess að eiga kauprétt á öðru eins. Ursus taldi að SÍ og ESÍ hefðu ekki staðið við bindandi kaupsamning sem komist hefði á á milli aðila. Því var hins vegar mótmælt af hálfu bankans að stofnast hefði til bindandi samkomulags. Á því var byggt til vara að teldist bindandi samningu ekki hafa stofnast að þá hefði Seðlabanki Íslands hlaupið frá kaupunum án málefnalegra og ólögmætra sjónarmiða. Ursus taldi að ESÍ hefði dregið sig í hlé eftir að bankinn kærði félagið fyrir brot á lögum um gjaldeyrismál. Það mál hafi síðar verið fellt niður. Niðurstaða dómara var sú að atvik málsins þess bentu til þess að félagið hefði sjálft, „af fúsum og frjálsum vilja tekið ákvörðun um að segja sig frá söluferlinu áður en bindandi samningur var gerður um kaupin“. Af sömu ástæðu var varakrafa stefnanda ekki tekin til greina.
Tengdar fréttir Höfðar nýtt mál gegn Seðlabanka og fer fram á 1,9 milljarða Ursus ehf., félag Heiðars Más Guðjónssonar, hefur höfðað nýtt mál á hendur Seðlabankanum og Eignasafni Seðlabankans vegna söluferlisins á Sjóvá með hærri fjárkröfu. Fyrra mál hefur verið fellt niður. 18. desember 2014 11:18 Már vildi ekki Heiðar Má og tilkynnti það símleiðis Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti Heiðari Má símleiðis að hann vildi ekki að hann yrði meðal þeirra fjárfesta sem keyptu Sjóvá en seðlabankastjóra grunaði Heiðar Má um viðskipti með aflandskrónur í gegnum félag sitt Ursus capital ehf. 25. nóvember 2010 12:09 Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. 24. nóvember 2010 11:56 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Höfðar nýtt mál gegn Seðlabanka og fer fram á 1,9 milljarða Ursus ehf., félag Heiðars Más Guðjónssonar, hefur höfðað nýtt mál á hendur Seðlabankanum og Eignasafni Seðlabankans vegna söluferlisins á Sjóvá með hærri fjárkröfu. Fyrra mál hefur verið fellt niður. 18. desember 2014 11:18
Már vildi ekki Heiðar Má og tilkynnti það símleiðis Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti Heiðari Má símleiðis að hann vildi ekki að hann yrði meðal þeirra fjárfesta sem keyptu Sjóvá en seðlabankastjóra grunaði Heiðar Má um viðskipti með aflandskrónur í gegnum félag sitt Ursus capital ehf. 25. nóvember 2010 12:09
Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. 24. nóvember 2010 11:56