Rammaáætlun og góð lögfræði Tryggvi Felixson skrifar 31. mars 2016 07:00 Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar