Vísbendingar um að starfsnám sé misnotað Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 10:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að passa verði að starfsnám laganema sé ekki misnotað. fréttablaðið/ernir Mun fleiri laganemar eru hér á landi á hvern íbúa en á Norðurlöndunum. Þetta kom fram í máli Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, formanns Stéttarfélags lögfræðinga og aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á málþingi um hvort fyrirtæki og stofnanir væru að misnota aðstöðu laganema í gær. Þetta hafi meðal annars í för með sér að það sé erfiðara fyrir nýútskrifaða lögfræðinga að fá vinnu við hæfi að sögn Öldu. Á Íslandi eru 2.477 íbúar á hvern útskrifaðan laganema miðað við 12 þúsund í Finnlandi og 8.455 í Svíþjóð og 6.250 í Noregi samkvæmt samantekt Öldu. Hún bendir á að ein afleiðing þess sé að fleiri aðilar bjóði nú upp á starfsnám fyrir laganema en áður. „Það hafa verið ákveðnar vísbendingar um að verið sé að taka af stöður og manna þær með svona námsvistun. Því þá eru þetta aukahendur sem kosta ekki neitt,“ segir Alda. Alda segir stéttarfélag lögmanna og BHM vera hlynnt starfsnámi að því gefnu að um starfsnám sé að ræða. „En ekki að þetta sé fjögurra vikna vinna með skilgreiningu um að þú eigir að vera sjálfstæð í starfi.“BHM gagnrýndi auglýsingu Wow air þar sem auglýst var eftir manneskjum með BA próf í lögfræði í ólaunað starfsnám.„Við þurfum að gæta að því að ekki sé verið að misnota þetta.“ Alda nefnir sem dæmi auglýsingu Wow air sem BHM gerði athugasemd við og nýlegar auglýsingar nemendafélaga laganema eftir starfsnemum. „Í öllum tilfellum er um að ræða útskrifaða BA-nema. Þetta er fólk með háskólagráðu þótt það sé ekki komið mastersgráðu,“ segir Alda. Hún segir það ekki eiga að vera í höndum forstjóra eða forstöðumanna viðkomandi fyrirtækja eða stofnana að útfæra starfsnámið líkt og tilfellið hafi verið í fyrrgreindum auglýsingum heldur eigi að vera í höndum skólanna að skilgreina í hverju námið felist. „Í hverju felst námið, ef skólinn hefur ekkert með námið að gera?“ segir Alda. „Ef þú ert í námsvist áttu að læra ákveðin vinnubrögð, og þá að vera fyrir fram skilgreint hvað þú átt að læra í námsvistinni. Átt þú að læra að gera greinargerðir, stefnur eða læra hvernig verklagið eða verkferlar eru? Þú átt ekki bara að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og nýttur sem einn af starfsmönnunum,“ segir Alda. Tengdar fréttir WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Mun fleiri laganemar eru hér á landi á hvern íbúa en á Norðurlöndunum. Þetta kom fram í máli Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, formanns Stéttarfélags lögfræðinga og aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á málþingi um hvort fyrirtæki og stofnanir væru að misnota aðstöðu laganema í gær. Þetta hafi meðal annars í för með sér að það sé erfiðara fyrir nýútskrifaða lögfræðinga að fá vinnu við hæfi að sögn Öldu. Á Íslandi eru 2.477 íbúar á hvern útskrifaðan laganema miðað við 12 þúsund í Finnlandi og 8.455 í Svíþjóð og 6.250 í Noregi samkvæmt samantekt Öldu. Hún bendir á að ein afleiðing þess sé að fleiri aðilar bjóði nú upp á starfsnám fyrir laganema en áður. „Það hafa verið ákveðnar vísbendingar um að verið sé að taka af stöður og manna þær með svona námsvistun. Því þá eru þetta aukahendur sem kosta ekki neitt,“ segir Alda. Alda segir stéttarfélag lögmanna og BHM vera hlynnt starfsnámi að því gefnu að um starfsnám sé að ræða. „En ekki að þetta sé fjögurra vikna vinna með skilgreiningu um að þú eigir að vera sjálfstæð í starfi.“BHM gagnrýndi auglýsingu Wow air þar sem auglýst var eftir manneskjum með BA próf í lögfræði í ólaunað starfsnám.„Við þurfum að gæta að því að ekki sé verið að misnota þetta.“ Alda nefnir sem dæmi auglýsingu Wow air sem BHM gerði athugasemd við og nýlegar auglýsingar nemendafélaga laganema eftir starfsnemum. „Í öllum tilfellum er um að ræða útskrifaða BA-nema. Þetta er fólk með háskólagráðu þótt það sé ekki komið mastersgráðu,“ segir Alda. Hún segir það ekki eiga að vera í höndum forstjóra eða forstöðumanna viðkomandi fyrirtækja eða stofnana að útfæra starfsnámið líkt og tilfellið hafi verið í fyrrgreindum auglýsingum heldur eigi að vera í höndum skólanna að skilgreina í hverju námið felist. „Í hverju felst námið, ef skólinn hefur ekkert með námið að gera?“ segir Alda. „Ef þú ert í námsvist áttu að læra ákveðin vinnubrögð, og þá að vera fyrir fram skilgreint hvað þú átt að læra í námsvistinni. Átt þú að læra að gera greinargerðir, stefnur eða læra hvernig verklagið eða verkferlar eru? Þú átt ekki bara að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og nýttur sem einn af starfsmönnunum,“ segir Alda.
Tengdar fréttir WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40
Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent