Viðskipti erlent

Liam tekur iPhone í sundur á nokkrum sekúndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Liam er ætlað að draga úr notkun sjaldgæfra málma.
Liam er ætlað að draga úr notkun sjaldgæfra málma.
Tæknirisinn Apple kynnti á dögunum nýtt rannsóknarverkefni sem ætlað er að draga úr notkun fyrirtækisins á sjaldgæfum málmum og öðrum efnum við framleiðslu nýrra tækja. Um er að ræða vélmennið Liam sem tekur úrelta snjallsíma fyrirtækisins í sundur á einungis nokkrum sekúndum.

Liam skynjar hvað er í símunum og hvar. Sjaldgæfir málmar eru flokkaðir svo hægt sé að endurnýta þá, eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan.

Eins og bent er á á vef Verge, á Liam það einnig til að horfa beint á myndavélar þegar það er verið að taka hann upp og veifa. Þannig að Liam veit kannski meira en bara það hvaða málmar eru í iPhone símum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×